Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni í dag. EINAR ÁRNASON Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni
Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44
Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36