Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 18:08 Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra Ísraels en Netanjahú. AP/Menahem Kahana Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag. Ísrael Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Greint var frá því í dag að leiðtogi miðjuflokksins, Yair Lapid, væri kominn á lokametrana með að mynda nýja ríkisstjórn. BBC greindi frá því í dag að samkomulag flokkanna um ríkisstjórnarsamstarf feli í sér að formaður þjóðernisflokksins, Naftali Bennett, verði forsætisráðherra á fyrri hluta kjörtímabilsins áður en Yesh Atid taki við embættinu á síðari hluta þess. Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, og Naftali Bennett, leiðtogi hægri þjóðernisflokksins Yamina.getty/Uriel Sinai Flokkur Bennetts er með sex þingmenn og gefur stjórnarandstöðusamstarfsflokkum meirihluta í þinginu. Flokkarnir sem myndu sameinast í nýrri stjórn eru af bæði vinstri og hægri vængnum og af miðjunni. Flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt sameiginlegt annað en vilja til að koma Netanjahú frá völdum. Enginn forsætisráðherra Ísraels hefur setið eins lengi og Netanjahú en hann tók við embætti forsætisráðherra árið 2009. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjársvik og er mál hans enn fyrir dómi. Fernar kosningar á tveimur árum Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael síðustu tvö ár. Fernar þingkosningar hafa farið fram á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir þær. Síðast var kosið í mars og fékk Netanjahú umboð frá forseta landsins til að mynda ríkisstjórn en tókst það ekki. Lapid hefur nú það umboð og hefur fram á miðvikudag til að lýsa yfir nýju ríkisstjórnarsamstarfi. Það virðist ætla að hafast hjá honum eftir að hann og Bennett náðu saman í dag.
Ísrael Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira