Bandaríkjamenn fengu hjálp frá Dönum við njósnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. maí 2021 23:48 Ljóst er að danska ríkisstjórnin hefur vitað af málinu án þess að upplýsa um það. Angela Merkel er ein þeirra sem njósnað var um. getty/Omer Messinger Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA stundaði njósnir á helstu ráðamönnum í grannríkjum Danmerkur í samstarfi við dönsku leyniþjónustuna. Þetta kemur fram í skýrslu sem norrænu ríkismiðlarnir greindu frá í samstarfi við þýska og franska fjölmiðla. Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins. Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Meðal þeirra sem NSA njósnaði um voru kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og forseti landsins Frank-Walter Steinmeier en hann var utanríkisráðherra þegar njósnirnar fóru fram. Einnig var njósnað um Peer Steinbrück sem var á þessum tíma kanslaraefni þýska flokksins SPD. Njósnir NSA komust fyrst upp árið 2013 en nú fyrst hefur verið greint frá þætti dönsku leyniþjónustunnar í málinu. Heimildarmenn innan dönsku leyniþjónustunnar láku upplýsingunum til fjölmiðla. Frétt frá 2013: Vissu af öllum símasamskiptum Njósnunum var þá ekki aðeins beint að þýskum stjórnmálamönnum heldur einnig norskum, sænskum og frönskum ráðamönnum. Samkvæmt skýrslunni fóru njósnirnar fram í gegn um samskiptakerfi Danmerkur. Þannig gátu danska leyniþjónustan og NSA nálgast bæði símtöl og SMS sem fóru í gegn um dönsk kerfi. Danski ríkismiðillinn segir að enn hafi ekki tekist að fá svör um hversu marga NSA njósnaði um nákvæmlega með þessum hætti. Samkvæmt heimildarmanni miðilsins voru það þó stjórnmálamenn sem leyniþjónustur hefðu „almennt áhuga á“, til dæmis forsætis- og utanríkisráðherrar. Forseti Þýskalands, Steinmeier, hefur kallað málið hneyksli og gagnrýnt það að Danir hafi njósnað um grannríki sín. Angela Merkel hefur enn ekki tjáð sig um málið en talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að hún hafi verið upplýst um það. Samkvæmt frétt danska miðilsins hefur ríkisstjórn Danmerkur haft vitneskju um samstarf leyniþjónustunnar við Bandaríkjamenn að minnsta kosti frá því að skýrslan var gerð árið 2015. Dönsk yfirvöld neyddu þá alla yfirmenn leyniþjónustunnar til að láta af störfum í fyrra vegna málsins.
Danmörk Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08 Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakka segir njósnir NSA "óásættanlegar" Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað bandaríska sendiherrann í Frakklandi til fundar vegna meintra njósna. Frétt í Le Monde í morgun leiðir í ljós að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, safnaði saman gögnum um fleiri en 70 milljónir símtala í Frakklandi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. 21. október 2013 09:08
Fullyrðir að NSA hafi njósnað í Noregi Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur undir höndum sýni fram á þetta. 26. október 2013 15:30