Árásir sem þessar verða sífellt algengari í norðurhluta landsins en í febrúar voru 300 stúlkur teknar á sama svæði. Þeim var flestum sleppt aftur gegn lausnargjaldi.
Vitað er um að minnsta kosti sex mannrán frá því í desember, þar sem um 800 nemendum og starfsmönnum skóla var rænt.
Tveir voru skotnir í árás gærdagsins en vígamennirnir komu í bæinn á mótorhjólum og vel vopnaðir. Búist er við því að þeir muni fara fram á lausnargjald fyrir börnin, sem eru á aldrinum sex til átján ára.