Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Benedikt Bogason skrifar 31. maí 2021 09:49 Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. Þar hefur komið fram gagnrýni á að ég gegni hlutastarfi sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands samhliða því að vera forseti Hæstaréttar. Í þágu háskóla og dómstóla Almennt er dómurum óheimilt að taka að sér aukastörf en frá því getur Nefnd um dómarastörf veitt undanþágu ef ljóst er að aukastarf er ekki ósamrýmanlegt stöðu dómara eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi. Til þessa hefur verið ágreiningslaust að kennsla sé aukastarf sem fyllilega samrýmist dómarastarfi enda verið bent á að þetta sé vel þekkt bæði hér á landi og víða í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Af þessum sökum leiðir af reglum sem gilda um aukastörf dómara að dómari þarf ekki að sækja um sérstaka heimild til að taka að sér slíkt starf heldur nægir honum að tilkynna það. Hér má einnig vísa til viðtekinna skoðana um mikilvægi tengsla háskóla og atvinnulífs og ávinninginn af því að hluti kennara starfi á því sviði sem kennslan lýtur að. Framlag dómara við kennslu er því í þágu háskólanna. Með sanni má segja að hér gæti samlegðaráhrifa í senn til hagsbóta fyrir háskóla og dómstóla. Dómari sem sinnir fræðistörfum eflist í dómstörfum sínum á sama tíma og menntastofnun nýtur góðs af kennslu hans. Þetta þekki ég af eigin raun. Kennt síðan 1993 Ég hóf störf við lagadeild Háskóla Íslands árið 1993 og hef verið kennari við hana allar götur síðan. Fyrst var ég stundakennari en var ráðinn lektor árið 2002, dósent 2005 og fékk loks framgang í starf prófessors árið 2016. Frá upphafi hefur starfsframlag mitt verið svipað en það hefur nú í nærri 20 ár verið 49%. Ég var skipaður héraðsdómari 2001 og síðan hæstaréttardómari árið 2012. Ég hef því verið kennari við lagadeildina allan þann tíma sem ég hef gegnt embætti dómara. Ég gerði áðurgreindri Nefnd um dómarastörf grein fyrir þessu aukastarfi mínu þegar ég var skipaður héraðsdómari og einnig þegar ég var skipaður hæstaréttardómari. Nefndinni er því kunnugt um þessi störf mín og umfang þeirra og hefur aldrei gert athugasemdir við þau, en hún hefur eftirlit með þessu. Jafnframt hafa samstarfsmenn mínir hvorki meðan ég var héraðsdómari né eftir að ég var skipaður dómari við Hæstarétt gert athugasemdir við afköst mín í dómarastörfum. Kennslu minni hefur líka eftir því sem ég best veit verið vel tekið af nemendum mínum og lagadeildin ávallt sóst eftir starfskröftum mínum. Kennsla liðinn vetur og á næstunni Ég var kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. september 2020 og aðdragandinn að því var skammur. Þá var búið að skipuleggja kennslugreinar mínar allt kennsluárið og óhægt um vik að gera breytingu á. Ég hafði hins vegar ávallt og án tillits til þessarar umræðu gert ráð fyrir að draga úr starfsframlagi mínu á næsta kennsluári vegna starfa minna sem forseti réttarins. Þessu kom ég á framfæri við lagadeild Háskóla Íslands strax eftir að ég tók við embætti forseta og mun það ganga eftir. Höfundur er forseti Hæstaréttar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun