„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2021 15:06 Birna María Másdóttir er þáttastjórnandi GYM og segir að viðmælendur þáttanna séu einstakir karakterar og algjörir snillingar. Stöð 2 „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. „Viðmælendurnir eru fjölbreyttir og koma úr mismunandi umhverfi, en eiga það allir sameiginlegt að vera einstakir karakterar og algjörir snillingar. Í þessari seríu hitti ég meðal annars, doktorinn sjálfan Hjörvar Hafliða, Donnu Cruz, Júlían J.K. heimsmeistara í kraftlyfingum, fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll, Matthías Örn Íslandsmeistara í pílu og sjónvarpskonuna og göngugarpinn Guðrúnu Sóley.“ Birna segir að það hafi verið mikil stemning fyrir þáttaröðinni strax frá byrjun. „Margir af þeim sem komu af fyrri GYM seríunni voru aftur í teyminu fyrir þessa seríu þannig allt gekk frekar smurt. Auðvitað verður að taka inn í myndina að það var stundum erfitt að skipuleggja sig í kringum Covid en allt gekk þetta upp á endanum.“ Frá tökum á GYM Kveðjustundirnar erfiðastar GYM byrjaði á samfélagsmiðlum en þættirnir eru nú sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. „Ég held að það skemmtilegasta við GYM er hvað ég vissi ekkert í hvað stefndi þegar þetta byrjaði. Mér þykir mjög vænt um GYM þar sem þetta var svona fyrsta verkefnið sem mér var falið að gera hjá Útvarp 101, haustið 2018. Mér fannst gaman hvað þau treystu mér og hvöttu mig áfram. Eftir að hafa gert nokkra styttri GYM vefþætti kom upp sú hugmynd að gera GYM að sjónvarpsþáttum. Við hjá 101 Production pitchuðum þessu hjá Stöð 2 og þau tóku vel í hugmyndina. Þetta var því fyrsta sjónvarpsverkefnið sem 101 Productions vinnur að en síðan þá hafa fleiri seríur verið framleiddar á borð við Æði, Áttavillt, Bibba flýgur og Dagbók Urriða.“ Donna Cruz var viðmælandi Birnu í GYM á Stöð 2 í gær. Birna hefur líka verið í þáttunum Bibba flýgur eftir að hún byrjaði með GYM þættina, en viðurkennir að það hafi verið áskorun að venjast því að vera fyrir framan myndavél. „Mér fannst ég þurfa að vera mjög örugg til þess að viðmælendum þætti þeir öruggir og liði vel og þar af leiðandi væru þeir sjálfir. En svona þegar ég hugsa hvað hefur í alvöru verið mesta áskorunin hefur verið að taka upp kveðjustundir í þáttunum. Mér finnst þetta alltaf jafn vandræðalegt og fer í algjöra kleinu og fer oftast bara að bulla. Það er mjög fyndið að vera feik-kveðja einhvern. Þetta er eiginlega fáranlegt hvað ég verð vandræðaleg en það er alltaf rými fyrir bætingar, er það ekki?“ Birna er jákvæð gagnvart sumrinu. Spennt fyrir sumrinu og nýjum áskorunum Hún er annars mjög spennt fyrir næstu mánuðum. „Það er svo gott sumar framundan, ég finn það bara. Allir orðnir kátari og við erum vonandi að mjakast úr þessum heimsfaraldri. Planið mitt í sumar er að njóta, rúlla út nýjum GYM þætti næstu sunnudaga, fagna BA-gráðu og jafnvel kíkja á tjöddarann (Þjóðhátíð) ef leyfir.“ Birna hóf störf sem samfélagsmiðlaráðgjafi á auglýsingastofunni Brandenburg fyrir þremur vikum og segir að andinn þar sé góður. „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir þar og er spennt fyrir komandi tímum.“ Hún hvetur fólk til að missa ekki af næsta þætti af GYM á sunnudag. „Það er um að gera að grilla og horfa á snillinginn Júlían J.K. kenna okkur hvernig maður verður heimsmeistari í réttstöðulyftu.“ Bíó og sjónvarp GYM Heilsa Tengdar fréttir Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
„Viðmælendurnir eru fjölbreyttir og koma úr mismunandi umhverfi, en eiga það allir sameiginlegt að vera einstakir karakterar og algjörir snillingar. Í þessari seríu hitti ég meðal annars, doktorinn sjálfan Hjörvar Hafliða, Donnu Cruz, Júlían J.K. heimsmeistara í kraftlyfingum, fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll, Matthías Örn Íslandsmeistara í pílu og sjónvarpskonuna og göngugarpinn Guðrúnu Sóley.“ Birna segir að það hafi verið mikil stemning fyrir þáttaröðinni strax frá byrjun. „Margir af þeim sem komu af fyrri GYM seríunni voru aftur í teyminu fyrir þessa seríu þannig allt gekk frekar smurt. Auðvitað verður að taka inn í myndina að það var stundum erfitt að skipuleggja sig í kringum Covid en allt gekk þetta upp á endanum.“ Frá tökum á GYM Kveðjustundirnar erfiðastar GYM byrjaði á samfélagsmiðlum en þættirnir eru nú sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. „Ég held að það skemmtilegasta við GYM er hvað ég vissi ekkert í hvað stefndi þegar þetta byrjaði. Mér þykir mjög vænt um GYM þar sem þetta var svona fyrsta verkefnið sem mér var falið að gera hjá Útvarp 101, haustið 2018. Mér fannst gaman hvað þau treystu mér og hvöttu mig áfram. Eftir að hafa gert nokkra styttri GYM vefþætti kom upp sú hugmynd að gera GYM að sjónvarpsþáttum. Við hjá 101 Production pitchuðum þessu hjá Stöð 2 og þau tóku vel í hugmyndina. Þetta var því fyrsta sjónvarpsverkefnið sem 101 Productions vinnur að en síðan þá hafa fleiri seríur verið framleiddar á borð við Æði, Áttavillt, Bibba flýgur og Dagbók Urriða.“ Donna Cruz var viðmælandi Birnu í GYM á Stöð 2 í gær. Birna hefur líka verið í þáttunum Bibba flýgur eftir að hún byrjaði með GYM þættina, en viðurkennir að það hafi verið áskorun að venjast því að vera fyrir framan myndavél. „Mér fannst ég þurfa að vera mjög örugg til þess að viðmælendum þætti þeir öruggir og liði vel og þar af leiðandi væru þeir sjálfir. En svona þegar ég hugsa hvað hefur í alvöru verið mesta áskorunin hefur verið að taka upp kveðjustundir í þáttunum. Mér finnst þetta alltaf jafn vandræðalegt og fer í algjöra kleinu og fer oftast bara að bulla. Það er mjög fyndið að vera feik-kveðja einhvern. Þetta er eiginlega fáranlegt hvað ég verð vandræðaleg en það er alltaf rými fyrir bætingar, er það ekki?“ Birna er jákvæð gagnvart sumrinu. Spennt fyrir sumrinu og nýjum áskorunum Hún er annars mjög spennt fyrir næstu mánuðum. „Það er svo gott sumar framundan, ég finn það bara. Allir orðnir kátari og við erum vonandi að mjakast úr þessum heimsfaraldri. Planið mitt í sumar er að njóta, rúlla út nýjum GYM þætti næstu sunnudaga, fagna BA-gráðu og jafnvel kíkja á tjöddarann (Þjóðhátíð) ef leyfir.“ Birna hóf störf sem samfélagsmiðlaráðgjafi á auglýsingastofunni Brandenburg fyrir þremur vikum og segir að andinn þar sé góður. „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir þar og er spennt fyrir komandi tímum.“ Hún hvetur fólk til að missa ekki af næsta þætti af GYM á sunnudag. „Það er um að gera að grilla og horfa á snillinginn Júlían J.K. kenna okkur hvernig maður verður heimsmeistari í réttstöðulyftu.“
Bíó og sjónvarp GYM Heilsa Tengdar fréttir Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20