Óskar Smári: Markmaðurinn okkar spilaði sárþjáð Andri Már Eggertsson skrifar 31. maí 2021 21:40 Óskar Smári var nokkuð brattur með seinni hálfleik Tindastóls Vísir/Sigurjón Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. „Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum. Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
„Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum.
Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira