Skólastjóraskipti í Melaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2021 12:32 Jón Pétur Zimsen hefur mikla reynslu í skólastjórn úr Réttarholtsskóla. Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma. Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk. Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk.
Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira