Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. júní 2021 13:01 „Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég óska engum þess að vera uppi á áhugaverðum tímum“ sagði vitur maður hér einu sinni og við lifum svo sannarlega á áhugaverðum tímum. Við stöndum í anddyri þriðju byltingar mannkynsins, tæknibyltingarinnar, heimurinn verður ekki áhugaverðari en það. En slíkum breytingum fylgja miklar raskanir á lífi fólks, heimsmyndin, sjálfsmyndin og væntingar breytast hratt og reynist mörgum erfiðlega að aðlagast. Flestir eru þannig innréttaðir að tap er verra en ágóði. Vonbrigðin þegar maður tapar þúsundkallinum eru meiri en gleðin sem fylgir óvæntri þúsund króna búbót. Hinn vestræni iðnvæddi heimur sem ég fæddist inn í hefur verið, undanfarna tvo áratugi, að af-iðnvæðast. Störf sem áður voru talin örugg og góð eru nú horfin til svæða langt í burtu. Komin eru ný störf sem krefjast einhvers annars af okkur. Þetta hefur haft það í för með sér að stolt, lífsbjargir, framtíðarsýn og persónuleg auðkenni fjölda fólks hefur horfið og fólki líkar ekki að tapa því sem það hefur. Þegar fólk upplifir slíkar breytingar er eðlilegt að kenna einhverjum um þennan þjófnað og einfaldast er að benda á þann sem nýtur ávinningsins af tapi manns og það eru þeir sem „tóku“ störfin. Mér verður oft hugsað til afa míns og nafna en þegar hann var 17 ára og amma ólétt var honum rétt handrit að lífinu ef svo má að orði komast. Honum var kippt í klæðskeranám og fljótlega eftir það fékk hann starf hjá Sambandinu og starfaði hjá Gefjun alla sína ævi við að sníða og sauma föt á landann. Amma og afi áttu gott líf, framtíðin var örugg og að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Þeir sem fengu þetta handrit að lífinu á síðustu öld geta fleygt því handriti því við erum komin í allt annað leikrit. Það leikrit er án handrits, það er eins konar spunaleikhús. Það krefst allt annars af okkur en þess sem iðnaðarsamfélagið kenndi okkur. Þeir sem verða hvað verst úti í þessari byltingu eru þeir sem hafa hvað minnstu menntunina og þeir sem eiga hvað erfiðast með að aðlagast nýjum veruleika. Því eru það eðlileg varnarviðbrögð að horfa til fortíðar í stað framtíðar og spyrja sig „af hverju getum við ekki haft þetta eins og það var?“ Eitt af því sem samfélagið þarf að gera er að huga betur að þessum hópi fólks sem hefur tapað ótrúlega miklu og er í vanda við að fóta sig í síkvikum og síbreytilegum veruleika. Hvernig getum við sem samfélag stutt við þennan hóp þannig að hann finni farveg fyrir hæfileika sína og færni? Ég held nefnilega að hlutverk samfélagsins, en þá á ég við skólakerfið, félagskerfið, stjórnmálin og atvinnulífið, sé að vernda fólkið en samfélagið hefur á tíðum reynt að vernda störfin því það er auðveldara. Störfin koma og fara en fólkið er og verður alltaf. Gæði samfélaga ræðst af því hvernig við styðjum við þá sem höllustum fæti standa á hverjum tíma. Við verðum að hlusta á hvað hinar reiðu raddir eru að segja. Ef við gerum það ekki munu þær finna sér farveg engum til heilla. Við erum farin að sjá þá þróun m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og víða í Evrópu. Við sjáum þessa þróun hér á Íslandi. Þróunin er tilbrigði við gömul stef, tortryggni, skýrar hópaskiptingar, fortíðarþrá, einangrunarhyggja, útlendingaandúð og almenn óþolinmæði gagnvart öðru fólki með ólíkar skoðanir. Það er auðvelt að mótivera reitt fólk og við sjáum það að hér á landi eru margir snjallir stjórnmálamenn sem kunna retóríkina og hafa nýtt sér hana sér til handa. Vandinn er þó í grunninn sá að við sem samfélag höfum ekki hlustað á áhyggjur og ótta þess hóps sem telur sig hafa misst mest á þessum „áhugaverðu“ tímum. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun