Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júní 2021 21:56 Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, og Sara María Júlíudóttir, mastersnemi í sál-og sálmeðferðarfræði með hugvíkkandi efnum við Ubiquity háskóla í Kaliforníu. Vísir/Egill Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. Ríflega 40.000 manns fengu SSRI- lyf sem eru notuð við þunglyndi og kvíða hér á landi á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það eru sjö þúsund fleiri einstaklingar en fyrir fjórum árum. Konur eru þar næstum helmingi fleiri en karlar eða um 26.000 á móti ríflega 14.000 körlum. Þetta jafngildir að um 13% allra 18 ára og eldri séu á slíkum lyfjum. 2800 börn á aldrinum 0-17 eru á SSRI- lyfjum. Sérfræðingar í geðlækningum og sálfræði sem fréttastofa hefur rætt við undanfarið segja hins vegar byltingu framundan á næstu árum í meðferð við kvíða, þunglyndi og ýmsum fíknisjúkdómum með lyfinu Psilocybin. Psilocybin er unnið úr svokölluðum ofskynjunarsveppum og er enn sem komið er ólöglegt hér á landi. Mun mögulega ýta SSRI-lyfjum af markaði Geðhjálp hélt málþing um lyfið síðasta haust. Héðinn Unnsteinsson formaður samtakanna hefur fylgst vel með þróun þess síðustu ár og telur að lyfið muni hafa feikileg áhrif þegar það kemur á markað. „Þeir sérfræðingar og fjárfestar sem ég hef rætt við erlendis segja að það séu svona 3-5 ár þangað til Psilocybin kemur á almennan markað. Það verður gríðarleg framför og myndi jafnvel ýta af markaði stórum hluta SSRI- lyfja og hjálpa til við HAM-meðferð og jafnvel DAM-meðferð og fleiri meðferðir,“ segir Héðinn. Yfir þúsund rannsóknir og fræðigreinar hafa verið gerðar á virkni Psilocybin og stórir miðlar eins og Guardian og New York Times hafa fjallað um áhrif þess. Héðinn segir að sveppir hafi verið notaðir af mannkyninu í allt að 14.000 ár. „Nixon Bandaríkjaforseti setti svo stopp á þessi lyf þegar blómabyltingin fór fram í landinu árið 1967 en þá þegar voru gerðar tilraunir á því hjá Harvard. Það er um 1999 sem John Hopkins háskóli í Bandaríkjunum fer aftur af stað með rannsóknir á þessum lyfjum með leyfi Food and Drug Administration í Bandaríkjunum og þessar rannsóknir eru nú komnar í þriðja fasa. Imperial College í London og fleiri háskólar hafa líka farið af stað með þessar rannsóknir þannig að umræðan er komin miklu lengra í Bandaríkjunum og Evrópu en hér á landi,“ segir Héðinn. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komi á markað Karl Reynir Einarsson formaður Geðlæknafélags Íslands hefur fylgst með málinu um tíma en segir þörf á fleiri rannsóknum. „Ég tek undir með mörgum öðrum að niðurstöðurnar lofa góðu en þetta er allt saman að mínu mati á frumstigi. Þannig að það er ekki hægt að ráðleggja fólki að taka þessi lyf á þessum tímapunkti svona almennt séð. Í mínum huga er heldur ekki öruggt að það verði unnin lyf úr þessu og því síður hvenær það verður en ég vona svo innilega að það verði,“ segir Karl. Karl vill þó ekki ganga það langt að komi Psilocybin á markað muni það ýta SSRI-lyfjum að mestu leyti úr sessi. „Psilocybin gæti orðið góð viðbót,“ segir Karl. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að þó að aukaverkanir lyfsins séu litlar hafi þær komið fram. „Þetta virðist ekki henta öllum. Fólk hefur fengið sjónofsjónir, kvíða-og kvíðaköst og aðsóknarkennd,“ segir Karl. Hefur reynst frábærlega en engin töfralausn Sara María Júlíudóttir mastersnemi í sál-og sálmeðferðarfræði með hugvíkkandi efnum við Ubiquity- háskóla í Kaliforníu segir Psilocybin geta haft afar jákvæð áhrif á ýmsar geðraskanir. „Þegar fólk er að nota þetta í réttum tilgangi er lyfið og meðferðin að breyta lífi fólks algjörlega. Þetta er að hjálpa fólki með kvíða, þunglyndi og fíknivanda. En þetta er engin töfralausn. Ég hef séð afar góðan árangur í mörgum rannsóknum og hef líka heyrt óteljandi reynslusögur af góðum árangri meðferðar með Psilocybin,“ segir Sara María sem hefur safnað reynslusögum fólks af meðferð með lyfinu og segir frá þeim í hlaðvarpi sínu Innra ferðalag. Sara segir afar mikilvægt að sérfræðingar haldi utan um einstaklinginn bæði fyrir, á meðan og eftir meðferð. „Þetta eru rosalega kraftmikil efni þannig að það á enginn að nota þau í einrúmi. Ef fólk ætlar að fá eitthvað út úr þessu þarf það að vera í meðferð hjá sérfræðingi. Þá fer einstaklingurinn í viðtal fyrir meðferð og ræðir um hvað hann vill fá út úr henni. Sérfræðingur er svo með viðkomandi meðan á inntöku lyfsins og virkni stendur og vinnur svo með honum eftir reynsluna“ segir Sara. Eins og tíu ára sálfræðimeðferð Aðspurð um hvað gerist í meðferðinni svarar Sara: „Lyfið býr til nýjar heilbrigðari taugabrautir í heilanum og þær óheilbrigðu hætta jafnvel alveg að virka. Ein svona meðferð getur virkað eins og sálfræðimeðferð í tíu ár,“ segir Sara. Sara María vonast til að geta boðið slíkar meðferð eftir nokkur ár. „Ég bara trúi því að þegar ég útskrifast úr náminu eftir 4 ár geti ég boðið upp á löglegar meðferðir hér á landi, ég vona það svo innilega,“ segir Sara. Fréttaskýringar Lyf Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir „Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. 24. maí 2021 15:00 Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ríflega 40.000 manns fengu SSRI- lyf sem eru notuð við þunglyndi og kvíða hér á landi á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það eru sjö þúsund fleiri einstaklingar en fyrir fjórum árum. Konur eru þar næstum helmingi fleiri en karlar eða um 26.000 á móti ríflega 14.000 körlum. Þetta jafngildir að um 13% allra 18 ára og eldri séu á slíkum lyfjum. 2800 börn á aldrinum 0-17 eru á SSRI- lyfjum. Sérfræðingar í geðlækningum og sálfræði sem fréttastofa hefur rætt við undanfarið segja hins vegar byltingu framundan á næstu árum í meðferð við kvíða, þunglyndi og ýmsum fíknisjúkdómum með lyfinu Psilocybin. Psilocybin er unnið úr svokölluðum ofskynjunarsveppum og er enn sem komið er ólöglegt hér á landi. Mun mögulega ýta SSRI-lyfjum af markaði Geðhjálp hélt málþing um lyfið síðasta haust. Héðinn Unnsteinsson formaður samtakanna hefur fylgst vel með þróun þess síðustu ár og telur að lyfið muni hafa feikileg áhrif þegar það kemur á markað. „Þeir sérfræðingar og fjárfestar sem ég hef rætt við erlendis segja að það séu svona 3-5 ár þangað til Psilocybin kemur á almennan markað. Það verður gríðarleg framför og myndi jafnvel ýta af markaði stórum hluta SSRI- lyfja og hjálpa til við HAM-meðferð og jafnvel DAM-meðferð og fleiri meðferðir,“ segir Héðinn. Yfir þúsund rannsóknir og fræðigreinar hafa verið gerðar á virkni Psilocybin og stórir miðlar eins og Guardian og New York Times hafa fjallað um áhrif þess. Héðinn segir að sveppir hafi verið notaðir af mannkyninu í allt að 14.000 ár. „Nixon Bandaríkjaforseti setti svo stopp á þessi lyf þegar blómabyltingin fór fram í landinu árið 1967 en þá þegar voru gerðar tilraunir á því hjá Harvard. Það er um 1999 sem John Hopkins háskóli í Bandaríkjunum fer aftur af stað með rannsóknir á þessum lyfjum með leyfi Food and Drug Administration í Bandaríkjunum og þessar rannsóknir eru nú komnar í þriðja fasa. Imperial College í London og fleiri háskólar hafa líka farið af stað með þessar rannsóknir þannig að umræðan er komin miklu lengra í Bandaríkjunum og Evrópu en hér á landi,“ segir Héðinn. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komi á markað Karl Reynir Einarsson formaður Geðlæknafélags Íslands hefur fylgst með málinu um tíma en segir þörf á fleiri rannsóknum. „Ég tek undir með mörgum öðrum að niðurstöðurnar lofa góðu en þetta er allt saman að mínu mati á frumstigi. Þannig að það er ekki hægt að ráðleggja fólki að taka þessi lyf á þessum tímapunkti svona almennt séð. Í mínum huga er heldur ekki öruggt að það verði unnin lyf úr þessu og því síður hvenær það verður en ég vona svo innilega að það verði,“ segir Karl. Karl vill þó ekki ganga það langt að komi Psilocybin á markað muni það ýta SSRI-lyfjum að mestu leyti úr sessi. „Psilocybin gæti orðið góð viðbót,“ segir Karl. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að þó að aukaverkanir lyfsins séu litlar hafi þær komið fram. „Þetta virðist ekki henta öllum. Fólk hefur fengið sjónofsjónir, kvíða-og kvíðaköst og aðsóknarkennd,“ segir Karl. Hefur reynst frábærlega en engin töfralausn Sara María Júlíudóttir mastersnemi í sál-og sálmeðferðarfræði með hugvíkkandi efnum við Ubiquity- háskóla í Kaliforníu segir Psilocybin geta haft afar jákvæð áhrif á ýmsar geðraskanir. „Þegar fólk er að nota þetta í réttum tilgangi er lyfið og meðferðin að breyta lífi fólks algjörlega. Þetta er að hjálpa fólki með kvíða, þunglyndi og fíknivanda. En þetta er engin töfralausn. Ég hef séð afar góðan árangur í mörgum rannsóknum og hef líka heyrt óteljandi reynslusögur af góðum árangri meðferðar með Psilocybin,“ segir Sara María sem hefur safnað reynslusögum fólks af meðferð með lyfinu og segir frá þeim í hlaðvarpi sínu Innra ferðalag. Sara segir afar mikilvægt að sérfræðingar haldi utan um einstaklinginn bæði fyrir, á meðan og eftir meðferð. „Þetta eru rosalega kraftmikil efni þannig að það á enginn að nota þau í einrúmi. Ef fólk ætlar að fá eitthvað út úr þessu þarf það að vera í meðferð hjá sérfræðingi. Þá fer einstaklingurinn í viðtal fyrir meðferð og ræðir um hvað hann vill fá út úr henni. Sérfræðingur er svo með viðkomandi meðan á inntöku lyfsins og virkni stendur og vinnur svo með honum eftir reynsluna“ segir Sara. Eins og tíu ára sálfræðimeðferð Aðspurð um hvað gerist í meðferðinni svarar Sara: „Lyfið býr til nýjar heilbrigðari taugabrautir í heilanum og þær óheilbrigðu hætta jafnvel alveg að virka. Ein svona meðferð getur virkað eins og sálfræðimeðferð í tíu ár,“ segir Sara. Sara María vonast til að geta boðið slíkar meðferð eftir nokkur ár. „Ég bara trúi því að þegar ég útskrifast úr náminu eftir 4 ár geti ég boðið upp á löglegar meðferðir hér á landi, ég vona það svo innilega,“ segir Sara.
Fréttaskýringar Lyf Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir „Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. 24. maí 2021 15:00 Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. 24. maí 2021 15:00
Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45