„Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir“ Atli Arason skrifar 1. júní 2021 23:27 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Keflavík vann KR fyrr í kvöld með 8 stigum, 89-81. Þessi 8 stiga munur sem varð í restina var jafnframt mesti munur sem var á milli liðanna í kvöld í rosalega jöfnum og spennandi leik. Stúkan var eins troðinn og hún gat orðið og erfiðlega gekk fyrir viðstadda að heyra sínar eigin hugsanir fyrir látum í báðum hópum aðdáenda. Matthíasi Orra, leikmanni KR, leiðist alls ekki að spila í svona hávaða. „Við áttum fimm leiki á móti Val sem voru svipaðir. Þannig við erum orðnir vanir þessu,“ segir Matthías og hlær áður en hann bætir við „það er ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir. Við erum bara brosandi út af eyrum að fá að spila þessa leiki og við ætlum að fá að spila marga fleiri leiki á þessu tímabili, þannig við þurfum aðeins að skoða hvað við getum gert betur og reynt að ná í sigur á föstudaginn. Þetta er svo mikið partý að maður elskar þetta. Maður hlakkar bara til næsta leiks, það er ekkert stress í gangi.“ Forustan gekk á milli liða alveg fram í fjórða leikhluta þegar gestirnir misstu Keflavík fram úr sér. „Þetta voru fínustu 35 mínútur. Þetta er sama og gerðist hérna seinast. Þeir ná að spila mikið á sínum styrkleika í seinasta leik og núna náðu þeir því líka. Við vorum ekki nógu duglegir að nýta okkur þeirra veikleika varnarlega. Við fórum of langt frá því og fórum að ráðast á ranga menn. Þetta er rosalega gott lið og þeir eru góðir að hæga á leiknum. Við náðum ekki að halda okkar hraða allan tíman, það held ég að hafi verið aðal mismunurinn.“ „Ég held að við séum ekki nógu duglegir að ráðast ítrekað á veikleika þeirra. Við hættum bara því í smá tíma og þá komast þeir upp. þeir eiga auðvelt með þessi sóknarfráköst og eru stórir inn í teig. Mér fannst við ráða ágætlega við þá og sérstaklega Hörð, mér fannst við gera vel á Hörð í dag og það er allavega jákvætt. Við þurfum bara að vera on í 40 mínútur, þeir eru með frábært lið og við þurfum að ráðast á þeirra veikleika allan tíman, í dag gerðum við það ekki alveg nógu lengi.“ Keflvíkingar eru töluvert hærri í loftinu en KR-ingar. Zarko Jukic, einn af stóru mönnum KR var villaður út þegar þrjár mínútur lifðu leiks og KR aðeins þremur stigum á eftir. Matthías telur þó að fleira en bara brottför Zarko hafi skipt máli á loka andartökunum. „Við þurfum stærð á völlinn og við vitum það. Það hefur gengið vel að stakka bæði Brandon og Zarko inn á völlinn þrátt fyrir að við hægjum aðeins á leiknum og liðinu okkar. Það skiptir máli en það er samt ekki vendipunkturinn. Brylli fær þokkalega góðan þrist til að jafna þetta seint og ef það er einhver maður sem ég vil að skjóti þrist seint í leiknum þá er það Brynjar en hann datt ekki niður og þeir skoruðu hinu megin. Þar snýst þetta svolítið við og þetta verður átta stiga leikur eftir það. Við vitum að þetta verða kýlingar á móti kýlingu allan tímann og í 40 mínútur í hverjum einasta leik, eins og það var í dag. Liðin voru mikið að skipta um forystu og ég trúi ekki öðru en að þetta verði svona alla seríuna. Við þurfum aðeins að fínpússa hvernig við ráðumst á þá í fjórða leikhluta og varnarlega þurfum við aðeins að skoða þetta betur, sérstaklega á Milka í fyrsta leikhluta, það losnaði full mikið um hann. Almennt getum við samt verið ágætlega sáttir við fyrsta leik og við fengum mikið að upplýsingum úr þessum leik sem að Darri og Hörður munu greina núna. Við munum fínpússa okkur og við getum ekki beðið eftir föstudeginum,“ sagði Matthías Orri að lokum. Dominos-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
„Við áttum fimm leiki á móti Val sem voru svipaðir. Þannig við erum orðnir vanir þessu,“ segir Matthías og hlær áður en hann bætir við „það er ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir. Við erum bara brosandi út af eyrum að fá að spila þessa leiki og við ætlum að fá að spila marga fleiri leiki á þessu tímabili, þannig við þurfum aðeins að skoða hvað við getum gert betur og reynt að ná í sigur á föstudaginn. Þetta er svo mikið partý að maður elskar þetta. Maður hlakkar bara til næsta leiks, það er ekkert stress í gangi.“ Forustan gekk á milli liða alveg fram í fjórða leikhluta þegar gestirnir misstu Keflavík fram úr sér. „Þetta voru fínustu 35 mínútur. Þetta er sama og gerðist hérna seinast. Þeir ná að spila mikið á sínum styrkleika í seinasta leik og núna náðu þeir því líka. Við vorum ekki nógu duglegir að nýta okkur þeirra veikleika varnarlega. Við fórum of langt frá því og fórum að ráðast á ranga menn. Þetta er rosalega gott lið og þeir eru góðir að hæga á leiknum. Við náðum ekki að halda okkar hraða allan tíman, það held ég að hafi verið aðal mismunurinn.“ „Ég held að við séum ekki nógu duglegir að ráðast ítrekað á veikleika þeirra. Við hættum bara því í smá tíma og þá komast þeir upp. þeir eiga auðvelt með þessi sóknarfráköst og eru stórir inn í teig. Mér fannst við ráða ágætlega við þá og sérstaklega Hörð, mér fannst við gera vel á Hörð í dag og það er allavega jákvætt. Við þurfum bara að vera on í 40 mínútur, þeir eru með frábært lið og við þurfum að ráðast á þeirra veikleika allan tíman, í dag gerðum við það ekki alveg nógu lengi.“ Keflvíkingar eru töluvert hærri í loftinu en KR-ingar. Zarko Jukic, einn af stóru mönnum KR var villaður út þegar þrjár mínútur lifðu leiks og KR aðeins þremur stigum á eftir. Matthías telur þó að fleira en bara brottför Zarko hafi skipt máli á loka andartökunum. „Við þurfum stærð á völlinn og við vitum það. Það hefur gengið vel að stakka bæði Brandon og Zarko inn á völlinn þrátt fyrir að við hægjum aðeins á leiknum og liðinu okkar. Það skiptir máli en það er samt ekki vendipunkturinn. Brylli fær þokkalega góðan þrist til að jafna þetta seint og ef það er einhver maður sem ég vil að skjóti þrist seint í leiknum þá er það Brynjar en hann datt ekki niður og þeir skoruðu hinu megin. Þar snýst þetta svolítið við og þetta verður átta stiga leikur eftir það. Við vitum að þetta verða kýlingar á móti kýlingu allan tímann og í 40 mínútur í hverjum einasta leik, eins og það var í dag. Liðin voru mikið að skipta um forystu og ég trúi ekki öðru en að þetta verði svona alla seríuna. Við þurfum aðeins að fínpússa hvernig við ráðumst á þá í fjórða leikhluta og varnarlega þurfum við aðeins að skoða þetta betur, sérstaklega á Milka í fyrsta leikhluta, það losnaði full mikið um hann. Almennt getum við samt verið ágætlega sáttir við fyrsta leik og við fengum mikið að upplýsingum úr þessum leik sem að Darri og Hörður munu greina núna. Við munum fínpússa okkur og við getum ekki beðið eftir föstudeginum,“ sagði Matthías Orri að lokum.
Dominos-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira