Metfjöldi tillagna, alls 50 talsins, bárust í samkeppnina að þessu sinni og verða veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í fjórum flokkum: Heilsa og heilbrigði, Tækni og framfarir, Samfélag og Hvatningarverðlaun. Auk þess verður sigurvegari keppninnar valinn úr hópi verðlaunahafa úr ofangreindum flokkum.
Verðlaunin, sem hétu áður Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands, eru nú veitt í 23. sinn en keppnin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Árnason|Faktor og Auðnu-tæknitorgs.
Á athöfninni munu nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík jafnframt fjalla um verkefni sitt sem hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í upphafi árs.