Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:11 Herzog mun hafa takmörkuð völd sem forseti, þar sem embættið er að mestu táknrænt. Getty/SOPA Images Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. Herzog er 60 ára gamall og tilheyrir þekktri fjölskyldu. Faðir hans, Chaim Herzog, var forseti Ísraels á árunum 1983 til 1993 og frændi hans, Abba Eban, var fyrsti utanríkisráðherra Ísraels. Þá var afi Herzog fyrsti æðsti rabbíni landsins. Herzog var formaður Verkalýðsflokks Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í þingkosningunum árið 2015 bauð hann sig fram gegn forsætisráðherranum, Benjamin Netanjahú, sem hafði betur. Herzog hætti á þingi fyrir þremur árum og hefur síðan þá leitt góðgerðasamtök gyðinga sem vinna náið með ríkisstjórninni að því að efla innflytjendamál í landinu. Eitt af verkefnum Herzog verður að fá leiðtoga stjórnmálaflokkanna til þess að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar. En haldnar hafa verið fjórar þingkosningar á síðustu tveimur árum vegna langvarandi stjórnmálakreppu í landinu. Herzog mun einnig hafa náðunarvald, sem gæti sett hann í viðkvæma stöðu þar sem forsætisráðherrann sjálfur, Netanjahú, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Herzog tekur við embættinu þann 9. júlí og situr þá í sjö ár. Ísrael Tengdar fréttir Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Herzog er 60 ára gamall og tilheyrir þekktri fjölskyldu. Faðir hans, Chaim Herzog, var forseti Ísraels á árunum 1983 til 1993 og frændi hans, Abba Eban, var fyrsti utanríkisráðherra Ísraels. Þá var afi Herzog fyrsti æðsti rabbíni landsins. Herzog var formaður Verkalýðsflokks Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Í þingkosningunum árið 2015 bauð hann sig fram gegn forsætisráðherranum, Benjamin Netanjahú, sem hafði betur. Herzog hætti á þingi fyrir þremur árum og hefur síðan þá leitt góðgerðasamtök gyðinga sem vinna náið með ríkisstjórninni að því að efla innflytjendamál í landinu. Eitt af verkefnum Herzog verður að fá leiðtoga stjórnmálaflokkanna til þess að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarnar. En haldnar hafa verið fjórar þingkosningar á síðustu tveimur árum vegna langvarandi stjórnmálakreppu í landinu. Herzog mun einnig hafa náðunarvald, sem gæti sett hann í viðkvæma stöðu þar sem forsætisráðherrann sjálfur, Netanjahú, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Herzog tekur við embættinu þann 9. júlí og situr þá í sjö ár.
Ísrael Tengdar fréttir Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08 Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnarsamstarf í Ísrael Stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, virðist á enda komin en erlendir miðlar greina nú frá því að leiðtogi hægri þjóðernisflokksins hafi gengið að tillögum miðjuflokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 30. maí 2021 18:08
Gæti séð fyrir endann á stjórnartíð Netanjahús Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið. 30. maí 2021 13:38