Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:55 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/samsett Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar. Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent