Hyggjast kveikja neistann í Vestmannaeyjum Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 13:18 Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Helgi Rúnar Óskarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Páll Magnússon, þingmaður Suðurkjördæmis, og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýverið samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og við starfsstöð Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins verður rannsóknar- og þróunarverkefni við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Verkefnið ber heitið Kveikjum neistann! „Það er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Eyjum sem ætla að leiða saman hesta sína til að vinna að því að nýta markvissa eftirfylgni og raunhæft námsmat til að styðja við námsárangur allra barna,“ er haft eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrsta verkefni setursins. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins ásamt góðum hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og NTNU háskóla í Noregi, hvar Hermundur starfar einnig. Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Rannsóknir á flestum sviðum grunnskólanáms Rannsóknir á vegum setursins munu beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði, náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla. SA styrkja Rannsóknarsetrið Samtök atvinnulífsins koma að fjármögnun rannsóknarverkefna á vegum setursins. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum lagt ríka áherslu á menntamálin og stígum nú spennandi skref í samstarf við fræðasamfélagið. Það er aðkallandi mál að þróa skólastarfið í takt við breytta tíma. Menntun er undirstaða sterks atvinnulífs og heilbrigðs fyrirtækjareksturs“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir verkefnið Kveikjum neistann! vera til marks um mikinn metnað og mikla grósku sem einkennir starf grunnskólans í Eyjum. „Þetta verkefni byggist á samvinnu kennara, skólastjórnenda, nemenda og foreldra og það er ómetanlegt að fá til liðs við okkur fræðafólk frá háskólanum,“ er haft eftir henni. Lilja er sérstakur verndari Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er sérstakur verndari rannsóknar- og þróunarverkefnisins í Eyjum. Hún fagnar samstöðu skólasamfélagsins í Vestmannaeyjum, háskólans og atvinnulífsins um að skipuleggja heildstæða rannsókn á lykilþáttum menntunar með hagsmuni nemenda í huga. Vestmannaeyjar Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Fyrsta verkefni rannsóknarsetursins verður rannsóknar- og þróunarverkefni við grunnskólann í Vestmannaeyjum. Verkefnið ber heitið Kveikjum neistann! „Það er tilkomið að frumkvæði Hermundar Sigmundssonar og öflugra kennara og skólastjórnenda í Eyjum sem ætla að leiða saman hesta sína til að vinna að því að nýta markvissa eftirfylgni og raunhæft námsmat til að styðja við námsárangur allra barna,“ er haft eftir Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrsta verkefni setursins. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands, leiðir rannsóknir setursins ásamt góðum hópi fræðimanna við Háskóla Íslands og NTNU háskóla í Noregi, hvar Hermundur starfar einnig. Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Rannsóknir á flestum sviðum grunnskólanáms Rannsóknir á vegum setursins munu beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði, náttúrufræði. Einnig verður lögð áhersla á rannsóknir á tengslum hreyfingar og vitsmunastarfsemi og á mikilvægi ástríðu, gróskuhugarfars og flæðis í skólaumhverfinu. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Rannsóknarsetrið mun miðla kunnáttu og niðurstöðum til samfélagsins og sinna ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Einnig gæti setrið komið að þróun á kennsluefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði fyrir yngstu stig grunnskóla eða elstu stig leikskóla. SA styrkja Rannsóknarsetrið Samtök atvinnulífsins koma að fjármögnun rannsóknarverkefna á vegum setursins. „Við hjá Samtökum atvinnulífsins höfum lagt ríka áherslu á menntamálin og stígum nú spennandi skref í samstarf við fræðasamfélagið. Það er aðkallandi mál að þróa skólastarfið í takt við breytta tíma. Menntun er undirstaða sterks atvinnulífs og heilbrigðs fyrirtækjareksturs“ er haft eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir verkefnið Kveikjum neistann! vera til marks um mikinn metnað og mikla grósku sem einkennir starf grunnskólans í Eyjum. „Þetta verkefni byggist á samvinnu kennara, skólastjórnenda, nemenda og foreldra og það er ómetanlegt að fá til liðs við okkur fræðafólk frá háskólanum,“ er haft eftir henni. Lilja er sérstakur verndari Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra er sérstakur verndari rannsóknar- og þróunarverkefnisins í Eyjum. Hún fagnar samstöðu skólasamfélagsins í Vestmannaeyjum, háskólans og atvinnulífsins um að skipuleggja heildstæða rannsókn á lykilþáttum menntunar með hagsmuni nemenda í huga.
Vestmannaeyjar Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum