Cruyff aftur til starfa hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 13:31 Jordi Cruyff sést hér halda tölu fyrir framan mynd af föður sínum Johani Cruyff. EPA/Susanna Saez Johan Cruyff er eitt stærsta nafnið í sögu Barcelona og nú er sonur hans kominn í mikið ábyrgðarstarf hjá félaginu. Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992. Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Jordi Cruyff var tilkynntur formlega í dag sem nýr íþróttastjóri hjá Barcelona og mun hann fá það starf að koma Börsungum aftur í hóp bestu félaga Evrópu eftir lægð síðustu ár. Hann verð hægri hönd forsetans Joans Laporta. Johan Cruyff at Barcelona: Player and managerJordi Cruyff at Barcelona: Player and now hired as sporting advisor to Joan LaportaThat Cruyff x Barcelona connection continues pic.twitter.com/SnlBSvRFQe— B/R Football (@brfootball) June 3, 2021 Jordi er 47 ára og yngsta barn Johans Cruyff. Strákurinn lék með Barcelona frá 1994 til 1996 en fír þaðan til Manchester United. Hann lagði skóna á hilluna árið 2010 og starfaði síðast sem þjálfari landsliðs Ekvadors og svo þjálfari kínverska félagsins Shenzhen. Ráðningin hefur legið í loftinu í langan tíma og því er ekki hægt að segja að fréttirnar hafi komið mikið á óvart. Jordi gat líka fengið mun meiri pening fyrir þjálfarastarf sitt í Kína en fórnaði því til að taka við þessu draumastarfi sínu. @JordiCruyff to join the football area of the Club from August 1— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 3, 2021 Það verður hins vegar mikil pressa á nýja íþróttastjóranum, ekki aðeins vegna þessa krefjandi starfs, heldur einnig vegna þess að hann er sonur stærstu goðsagnarinnar í sögu Katalóníufélagsins. Johan Cruyff var bæði magnaður leikmaður og áhrifamikill þjálfari öll sín ár hjá Barcelona. Hann lék með félaginu frá 1973 til 1978 og þjálfaði það síðan frá 1988 til 1996. Hugsjón og hugmyndir Cruyff um „Total Football“ urðu hluti af beinagrind félagsins og undir hans stjórn vann Barcelona Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn vorið 1992.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira