Inzaghi er orðinn 45 ára og skrifaði undir samning við Inter sem gildir til næstu tveggja ára. Síðustu 22 ár hefur hann sinn störfum fyrir Lazio, fyrst sem leikmaður og svo þjálfari yngri liða og loks aðalliðs félagsins.
| ANNOUNCEMENT
— Inter (@Inter_en) June 3, 2021
Simone Inzaghi is the new Inter head coach
https://t.co/rAfw8ibA6f#WelcomeSimone #IMInter pic.twitter.com/fkGOOPCdyY
Inzaghi, sem er yngri bróðir Filippo, fyrrverandi framherja Juventus og AC Milan, hefur unnið ítalska bikarinn einu sinni og ítalska ofurbikarinn tvisvar sem þjálfari Lazio. Undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti í ítölsku A-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Inzaghi fær það verðuga verkefni að byggja ofan á árangur Contes sem á fyrra ári sínu með Inter stýrði liðinu til 2. sætis í ítölsku deildinni og Evrópudeildinni, og svo til fyrsta Ítalíumeistaratitilsins síðan árið 2010.