Sigmundur Davíð vill feta flóttamannaleið Dana Heimir Már Pétursson skrifar 3. júní 2021 19:46 Formaður Miðflokksins hvetur íslensk stjórnvöld að fara sömu leið og Danir, sem samþykktu lög í dag sem heimila að hælisleitendur verði vistaðir í öðru landi á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa áhyggjur af stefnu Dana. Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz. Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Danska þingið samþykkti frumvarp Mette Frederiksen forsætisráðherra í morgun og hafa dönsk stjórnvöld tekið upp viðræður við nokkur afríkuríki um að vista hælisleitendur fyrir sig. Lögin koma þó ekki til framkvæmda fyrr en búið er að móta reglugerð um málið. Markmiðið er að enginn dvelji í Danmörku eftir að hafa sótt þar um hæli en verði fluttir í móttökumiðstöðvar íþriðja landi. „Ekki hvað síst er markmiðið að koma í veg fyrir að Danmörk verði áfram áfangastaður glæpagengja sem selja fólki ferðir til Evrópu og vonir um betra líf. Danir vilja beina öllum inn í öryggari og löglega leið,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mikilvægt að samræmdar reglur gildi á milli landa í málefnum hælisleitenda.Vísir/Vilhelm Hann spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra hvort til greina kæmi að vinna með Dönum að svipaðri útfærslu mála hér á landi. Ráðherra sagði stöðu þessarra mála geta verið betri og ná þyrfti breiðari samstöðu um þau í allri Evrópu. „Og staðan innan Evrópu þurfi að ná bæði meiri samstöðu og árangri svo það skili sér fyrir fólk sem er á flótta sem eru mjög margir. Við erum að sjá yfir tuttugu og sex milljónir manna á flótta í heiminum,“ sagði Áslaug Arna. Flóttamannastofnun Sameinuðuþjóðanna hefur lýst áhyggjum vegna dönsku löggjafarinnar og í dag tók framkvæmdastjóri málaflokksins innan Evrópusambandsins undir þær áhyggjur. Adalbert Jahnz framkvæmdastjóri innflytjendamála hjá Evrópusambandinu segir hættu á að stefna Dana grafi undan undirstöðum alþjóðlega verndarkerfisins fyrir flóttamenn. „Vinnsla hælisumsókna í þriðja ríki vekur upp grundvallarspurningar bæði um aðgang að hælisferli og virkan aðgang að vernd. Það er ekki hægt samkvæmt núverandi ESB-reglum eða tillögum að nýjum samningnum um fólksflutninga og hæli," segir Jahnz.
Hælisleitendur Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira