Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. júní 2021 19:01 Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til. Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til.
Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira