Níu og fjögurra ára keyrðu af stað til Kaliforníu til að synda með höfrungunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 22:25 Á myndinni er hvorugt barnanna sem um ræðir. Getty Tvær barnungar stúlkur í Utah í Bandaríkjunum tóku sig til og óku af stað til Kaliforníu, á bíl foreldra sinna, til þess að synda með höfrungunum. Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna. Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna.
Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira