Diskóljós á Alþingi Einar A. Brynjólfsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður í þeim hópi. Meirihlutaræði hefur viðgengist þar svo lengi sem elsta fólk man, en í því felst að langflest þingmál og tillögur minnihlutans (stjórnarandstöðunnar) eru skotin í kaf, alveg óháð efni þeirra. Málin eru einfaldlega „svæfð“ í nefndum eða felld í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þetta er svolítið eins og kappleikur milli Þórs og KA eða Vals og KR. Sigur er það sem gildir og það að greiða atkvæði með tillögu minnihlutans, jafnvel þó hún sé góð, jafngildir sjálfsmarki. Ein hláleg birtingarmynd þessara afleitu vinnubragða kom í ljós fyrir nokkrum dögum þegar stjórnameirihluti þingsins greiddi atkvæði gegn tiltekinni breytingatillögu sem Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram. Meirihlutinn ætlaði svo sannarlega ekki að greiða atkvæði með breytingatillögu „andstæðingsins“, og sá ekki einu sinni ástæðu til að kynna sér út á hvað hún gekk. Jón Þór sá hvert stefndi og gerði grein fyrir tillögunni, einungis væri um smávægilega orðalagsbreytingu að ræða sem lögð væri fram að undirlagi dómsmálaráðuneytisins. Þá kættist þingheimur allur til muna og ljósasjóvið á atkvæðatöflunni tók miklum breytingum, fór sem sagt úr rauðu í grænt. Afhjúpunin var fullkomin. Þingfólk meirihlutans hirti sem sagt ekki um að kynna sér efni tillögunnar og gerði væntanlega ráð fyrir því að hún hlyti að vera afleit fyrst hún kom frá stjórnarandstæðingi, og Pírata í ofanálag. Þó diskóljósasjóvið á Alþingi sé skemmtilegt þá færi nú betur á því að þingfólk greiddi atkvæði eftir efni málanna sem til umfjöllunar eru, heldur en að greiða atkvæði gegn tilteknu þingfólki sem leggur málin fram. Var ekki annars meiningin að efla traust almennings á Alþingi? Höfundur er áhugamaður um bætt vinnubrögð á Alþingi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun