Býðst til að segja af sér vegna barnaníðsmála innan kirkjunnar í Þýskalandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2021 12:20 Um fjórðungur Þjóðverja tilheyrir kaþólsku kirkjunni. epa/Armando Babani Erkibiskupinn af Munchen hefur boðist til þess að segja af sér vegna fjölda kynferðisbrotamála sem komið hefur upp innan kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi. Páfinn er sagður vera að íhuga boðið. Hann hefur sent tvo biskupa til Kölnar til að rannsaka kynferðisbrotin. Rannsókn sem kaþólska kirkjan stóð sjálf fyrir leiddi í ljós að fleiri en 3,600 börn voru misnotuð kynferðislega af kaþólskum prestum á tímabilinu 1946 til 2014. Aðeins um 38 prósent gerandanna voru ákærðir og enn færri refsað. Flest fórnarlambanna voru drengir og meira en helmingur 13 ára eða yngri. Í einu af hverjum sex tilvikum var um að ræða nauðgun. Í lausnarbréfi sínu segist kardinálinn Reinhard Marx rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt í ljós fjölda persónulegra yfirsjóna og stjórnunarlegra mistaka. Þá talar hann einnig um stofnana- og kerfisbundinn misbrest í því hvernig kirkjan hefur tekið á kynferðisbrotamálum. Marx segir kirkjuna komna í „öngstræti“ en að með brotthvarfi hans megi ef til vill „byrja upp á nýtt“. Að sögn Damien McGuinness, fréttamanns BBC í Berlín, er Marx þekktur fyrir að vera fremur frjálslyndur og hafa oftsinnis kallað eftir umbótum. Kardinálinn Rainer Maria Woelki, erkibiskupinn af Köln, hefur sætt harðri gagnrýni í tengslum við kynferðisbrotahneykslið en óháð rannsókn hefur leitt í ljós að fjölda brota sem var framinn í umdæmi hans. Samkvæmt rannsóknarskýrslunni eru fórnarlömbin að minnsta kosti 300. Woelki hefur hins vegar neitað að segja af sér; það væri „auðvelda leiðin“ en með því að sitja áfram í embætti axlaði hann ábyrgð á því ferli sem hann hefði hafði í Köln; að leiða sannleikann í ljós. Kynferðisofbeldi Þýskaland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hann hefur sent tvo biskupa til Kölnar til að rannsaka kynferðisbrotin. Rannsókn sem kaþólska kirkjan stóð sjálf fyrir leiddi í ljós að fleiri en 3,600 börn voru misnotuð kynferðislega af kaþólskum prestum á tímabilinu 1946 til 2014. Aðeins um 38 prósent gerandanna voru ákærðir og enn færri refsað. Flest fórnarlambanna voru drengir og meira en helmingur 13 ára eða yngri. Í einu af hverjum sex tilvikum var um að ræða nauðgun. Í lausnarbréfi sínu segist kardinálinn Reinhard Marx rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt í ljós fjölda persónulegra yfirsjóna og stjórnunarlegra mistaka. Þá talar hann einnig um stofnana- og kerfisbundinn misbrest í því hvernig kirkjan hefur tekið á kynferðisbrotamálum. Marx segir kirkjuna komna í „öngstræti“ en að með brotthvarfi hans megi ef til vill „byrja upp á nýtt“. Að sögn Damien McGuinness, fréttamanns BBC í Berlín, er Marx þekktur fyrir að vera fremur frjálslyndur og hafa oftsinnis kallað eftir umbótum. Kardinálinn Rainer Maria Woelki, erkibiskupinn af Köln, hefur sætt harðri gagnrýni í tengslum við kynferðisbrotahneykslið en óháð rannsókn hefur leitt í ljós að fjölda brota sem var framinn í umdæmi hans. Samkvæmt rannsóknarskýrslunni eru fórnarlömbin að minnsta kosti 300. Woelki hefur hins vegar neitað að segja af sér; það væri „auðvelda leiðin“ en með því að sitja áfram í embætti axlaði hann ábyrgð á því ferli sem hann hefði hafði í Köln; að leiða sannleikann í ljós.
Kynferðisofbeldi Þýskaland Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira