Markvörðurinn Ederson, varnarmennirnir Joao Cancelo, John Stones og Ruben Dias, og miðjumennirnir Kevin De Bruyne og Ilkay Gundogan, eru fulltrúar meistaranna í úrvalsliðinu.
Manchester United á tvo fulltrúa í liðinu; bakvörðinn Luke Shaw og miðjumanninn Bruno Fernandes. Tottenham á einnig tvo fulltrúa; markakónginn Harry Kane og Heung-Min Son. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er svo ellefti leikmaður liðsins.
Athygli vekur að aðeins De Bruyne heldur sæti sínu í úrvalsliðinu frá því á síðasta ári.
Á sunnudaginn verður tilkynnt um leikmann ársins að mati samtakanna en til greina koma þeir De Bruyne, Gundogan, Dias, Kane, Fernandes og Phil Foden. Verðlaunin verða veitt á sunnudagskvöld.