Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 19:16 Donald Trump virðist ekki par sáttur við ákvörðun Facebook. EPA/MICHAEL REYNOLDS Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. Eftirlitsnefnd Facebook (e. Facebook Oversight Board) gagnrýndi í síðasta mánuði að lokun aðganga forsetans fyrrverandi væri ekki bundin tíma. Hingað til hefur Facebook aðeins sagt að aðgangarnir verði lokaðir í óákveðinn tíma. Facebook segir að færslur Trumps hafi verið alvarlegt brot á reglum samfélagsmiðilsins. Trump hefur hins vegar lýst því yfir að lokunin sé „móðgun“ við þær milljónir sem kusu hann í forsetakosningunum í haust. Tveggja ára Facebook-bann Trumps mun gilda til 7. janúar 2023, en aðgöngum hans var lokað 7. janúar síðastliðinn. Þegar Trump fær að snúa aftur á miðilinn mun hann sæta ströngum reglum. Brjóti hann reglur Facebook mun hann sæta ströngum viðurlögum. Þetta er í takt við ákvörðun sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti í dag. Það er að hann hyggst ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Trump virðist ekki par sáttur með úrskurð Facebook og sagði hann í yfirlýsingu í dag að úrskurðurinn sé „móðgun við þá 75 milljón kjósendur sem kusu okkur…“ „Þeir eiga ekki að komast upp með það að ritskoða og þagga niður í fólki, og í lokin, munum við vinna. Landið okkar getur ekki sætt þessu ofbeldi lengur!“ „Næst þegar ég er í Hvíta húsinu verða engin fleiri kvöldverðarboð, að beiðni hans, með Mark Zuckerberg og konunni hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Eftirlitsnefnd Facebook (e. Facebook Oversight Board) gagnrýndi í síðasta mánuði að lokun aðganga forsetans fyrrverandi væri ekki bundin tíma. Hingað til hefur Facebook aðeins sagt að aðgangarnir verði lokaðir í óákveðinn tíma. Facebook segir að færslur Trumps hafi verið alvarlegt brot á reglum samfélagsmiðilsins. Trump hefur hins vegar lýst því yfir að lokunin sé „móðgun“ við þær milljónir sem kusu hann í forsetakosningunum í haust. Tveggja ára Facebook-bann Trumps mun gilda til 7. janúar 2023, en aðgöngum hans var lokað 7. janúar síðastliðinn. Þegar Trump fær að snúa aftur á miðilinn mun hann sæta ströngum reglum. Brjóti hann reglur Facebook mun hann sæta ströngum viðurlögum. Þetta er í takt við ákvörðun sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti í dag. Það er að hann hyggst ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Trump virðist ekki par sáttur með úrskurð Facebook og sagði hann í yfirlýsingu í dag að úrskurðurinn sé „móðgun við þá 75 milljón kjósendur sem kusu okkur…“ „Þeir eiga ekki að komast upp með það að ritskoða og þagga niður í fólki, og í lokin, munum við vinna. Landið okkar getur ekki sætt þessu ofbeldi lengur!“ „Næst þegar ég er í Hvíta húsinu verða engin fleiri kvöldverðarboð, að beiðni hans, með Mark Zuckerberg og konunni hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55