Þetta segir Xavi í samtali við miðilinn TMW en hann er nú að þjálfa Al Sadd í Katar.
Þar hefur hann framlengt samning sinn um tvö ár en heitt hefur verið undir Ronald Koeman í Katalóníu.
Því hefur Xavi verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Koeman en það verður ekki í þetta skiptið.
„Fyrir það fyrsta þá er Barcelona með þjálfara sem heitir Ronald Koeman og fólk ætti að bera virðingu fyrir því,“
„Ég er ekki að flýta mér og þetta er ekki rétti tímapunkturinn til að taka við Barcelona. Hlutirnir gerast á réttum augnablikum.“
„Ég hef sagt nei við Barcelona tvisvar, af mismunandi ástæðum. Fjölskyldulega, atvinnulega og hlutirnir féllu ekki saman,“ sagði Xavi að lokum við TMW.
Transfer news LIVE: Xavi reveals he's already rejected Barcelona job twice
— Daily Record Sport (@Record_Sport) June 5, 2021
⬇️⬇️⬇️https://t.co/5RxB43WvkS pic.twitter.com/gOUSJ1aA90