Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 19:05 Ráðherrarnir Guðlaugur og Áslaug berjast um leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00