Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 01:39 Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03
„Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27