Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 01:39 Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03
„Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27