Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 10:11 Diljá Mist Einarsdóttir. Aðsend Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Diljá Mist, sem verður 34 ára á þessu ári, hefur verið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún býður sig fram í prófkjöri flokksins. Talað hefur verið um að þetta sé einn besti árangur nýliða í prófkjöri. Í samtali við Vísi segist Diljá Mist virkilega stolt af árangrinum og afar þakklát öllum þeim sem lögðu sig fram fyrir framboð hennar í prófkjörinu. „Nú er bara að standa sig,“ segir hún. Helsta stefnumál hennar verður barátta fyrir auknu einstaklingsfrelsi. „Það er alltof fáir stjórnmálamenn að tala fyrir frelsi einstaklingsins og að fólk geti fengið að taka ábyrgð á sér sjálft,“ segir hún. Hafði betur gegn reynslumiklum þingmönnum Guðlaugur Þór, yfirmaður Diljáar Mistar, fór með sigur af hólmi í prófkjörinu og leiðir flokkinn í Reykjavík. Prófkjörið var sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin en kjörnefnd ákveður röðun frambjóðenda á listana. Diljá Mist segist ánægð með niðurstöðuna í heildinni og segir sérstaklega ánægjulegt að Guðlaugur Þór hafi hlotið afgerandi kosningu í oddvitasætið. Nokkrir sitjandi þingmenn flokksins náðu ekki þeim árangri sem þeir sóttust eftir. Þannig bauð Brynjar Níelsson sig fram til annars sætisins en hafnaði í því fimmta og Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, náði ekki einu af átta efstu sætunum. Birgir Ármannsson stefndi á annað til þriðja sætið en hafnaði í því sjötta. Sjálfstæðisflokkurinn náði samtals fimm mönnum inn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Telur Diljá Mist að sjálfstæðismenn hafi séð fyrir sér að nýliðun í bland við reynslu væri sigurstranglegur listi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Heldurðu að sjálfstæðismenn hafi verið að kalla eftir aukinni endurnýjun? „Í bland við reynslu, já, þá held ég að það hafi verið ákall eftir því,“ segir Diljá Mist.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39