Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:02 Dagar Brynjars Níelssonar á Alþingi gætu verið taldir. Hann segist ekki reikna með að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í haust. Vísir/Vilhelm Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39