Baráttan bara rétt að byrja Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 13:30 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. „Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta var stórt og öflugt prófkjör og skilur eftir sig mjög sigurstranglega lista þar sem fer saman bæði reynsla og nýliðun. Það þýðir bara að nú erum við bara að byrja baráttuna því það sem skiptir máli eru kosningarnar í haust og þetta var upptakturinn við þær.“ Er þetta skref í átt að formannssætinu í flokknum? „Við vorum bara að kjósa um leiðtogann í Reykjavík í þessari atrennu og ég hef ekki neinar aðrar fyrirætlanir á þessari stundu. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann.“ Inntur eftir því hvort niðurstaða prófkjörsins sé krafa um nýliðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir Guðlaugur listann blöndu af nýliðum og reynslu. „En auðvitað vekur það athygli og sérstaklega í tilfelli Diljáar Mistar, hún er að fá kosningu – það eru orðnir áratugir síðan við höfum séð nýliða ná slíkum árangri, ef hægt er að bera það saman við þennan árangur. Þannig að þetta er mikill sigur fyrir hana en sömuleiðis eru aðrir sem hafa tekið þátt í prófkjörum sem eru að ná góðum árangri. Það er ekki hægt að setja eina línu í þetta, þetta er blanda. Það er verið að velja bæði reynslu og nýtt fólk.“ Þá sé spenna sem var á milli framboðs hans og Áslaugar í prófkjörinu að baki. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er að takast á við sama sæti þá gengur á ýmsu en síðan þegar prófkjörinu er lokið þá einbeitum við okkur að því sem skiptir máli og það er að vinna kosningarnar í haust.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta var stórt og öflugt prófkjör og skilur eftir sig mjög sigurstranglega lista þar sem fer saman bæði reynsla og nýliðun. Það þýðir bara að nú erum við bara að byrja baráttuna því það sem skiptir máli eru kosningarnar í haust og þetta var upptakturinn við þær.“ Er þetta skref í átt að formannssætinu í flokknum? „Við vorum bara að kjósa um leiðtogann í Reykjavík í þessari atrennu og ég hef ekki neinar aðrar fyrirætlanir á þessari stundu. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann.“ Inntur eftir því hvort niðurstaða prófkjörsins sé krafa um nýliðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segir Guðlaugur listann blöndu af nýliðum og reynslu. „En auðvitað vekur það athygli og sérstaklega í tilfelli Diljáar Mistar, hún er að fá kosningu – það eru orðnir áratugir síðan við höfum séð nýliða ná slíkum árangri, ef hægt er að bera það saman við þennan árangur. Þannig að þetta er mikill sigur fyrir hana en sömuleiðis eru aðrir sem hafa tekið þátt í prófkjörum sem eru að ná góðum árangri. Það er ekki hægt að setja eina línu í þetta, þetta er blanda. Það er verið að velja bæði reynslu og nýtt fólk.“ Þá sé spenna sem var á milli framboðs hans og Áslaugar í prófkjörinu að baki. „Það segir sig sjálft að þegar fólk er að takast á við sama sæti þá gengur á ýmsu en síðan þegar prófkjörinu er lokið þá einbeitum við okkur að því sem skiptir máli og það er að vinna kosningarnar í haust.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11