„Erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringin á slæmu gengi Sigríðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júní 2021 19:30 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði telur „erfið mál“ á kjörtímabilinu skýringu á slæmu gengi Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Sigríður gerir ekki kröfu um sæti á lista í næstu alþingiskosningum en hún hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í gær. Þá tilkynnti Brynjar Níelsson í dag að hann hygðist kveðja stjórnmálin eftir vonbrigði með fimmta sætið. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með fimm þingmenn í Reykjavík en missir einn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Í næstu kosningum gætu því Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, sem lentu í þriðja og fjórða sæti, komið inn í staðinn fyrir Sigríði og Brynjar. Birgir Ármannsson myndi detta út. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur niðurstöðuna í samræmi við vilja kjósenda, sérstaklega kvenna. Hann segir að leiðtogaefnin tvö, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, geti vel við unað. „Ég held að þau séu bæði sterkir leiðtogar sem geta kallað út fjölmennan liðsafla og þetta var góðlátleg keppni. Ég held að bæði hafi sigrað,“ segir Hannes. Brynjar hafi fengið prýðilega kosningu Þá telur hann að Brynjar Níelsson sé óánægðari með úrslitin en tilefni er til. „Því hann fær prýðilega kosningu. Mörgum líkar mjög vel við hann, hann hefur munninn fyrir neðan nefið, kemur skemmtilega að orði og ég held að fimmta sætið hafi verið prýðilegt fyrir hann. En hann kýs að líta öðruvísi á þetta, hann hefur meiri metnað í stjórnmálum, og það er ekkert við því að segja. Auðvitað er það þannig að þegar sumir ná betri árangri en menn bjuggust við eru aðrir sem ná lakari árangri.“ Landsréttarmálið gæti skýrt slæmt gengi Sigríðar í prófkjörinu. „Hún lenti í mjög erfiðum málum á kjörtímabilinu og varð að segja af sér sem ráðherra og það er dálítið umhugsunarefni að lögfræðingaklíkan í kringum Róbert Spanó [forseta Mannréttindadómstóls Evrópu] skuli nú vera búin að hrekja burt tvo dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fyrst Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur] og nú Sigríði,“ segir Hannes. „En ég held þetta hafi verið eðlileg endurnýjun og þetta séu kynslóðaskipti.“ Spenna var á milli framboðs Guðlaugs og Áslaugar í prófkjörinu. Hannes telur ekki að hún muni draga dilk á eftir sér. „Ég myndi segja að það hafi verið miklu betra andrúmsloft í þessu prófkjöri, þó það hafi verið mikil keppni, heldur en oft áður þannig að ég hef enga trú á því að það verði einhver leiðindi milli þeirra Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu,“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02 „Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. 6. júní 2021 11:02
„Geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ætlar að tjá kjörnefnd að hún geri ekki kröfu um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar. Hún ætlar þó ekki að hætta stjórnmálaþátttöku. 6. júní 2021 11:32