Dánaraðstoð: Er læknastéttin hrædd við að vera ekki með nógu góð rök? Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre skrifa 7. júní 2021 08:00 Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur því oft verið haldið fram að umræðan um dánaraðstoð sé ekki nægjanleg og þurfi að aukast. Um það má auðvitað deila. Lífsvirðing tók nýlega saman allt sem hefur komið fram í miðlum undanfarin ár eða frá 1989; greinar í hinum ýmsu fjölmiðlum, ritgerðir úr háskóla á Skemmunni, umræður á Alþingi, skrif í Læknablaðinu o.fl. Það er ýmislegt sem kemur á óvart og má þar nefna fjölda birtinga. Frá árinu 1989 og til líðandi stundar hafa birst 302 greinar og umræður. Þær skiptast svona: Miðlar 226 Umræður á Alþingi 6 Læknablaðið 10 Skemman 10 Ýmislegt 11 Orðskýring 1 ·Annað 38 Að meðaltali birtust 7 umfjallanir á ári í þessi 32 ár eða frá 1989. Frá árinu 2015 er meðaltalið 23 umfjallanir á ári. Flestar voru þær árið 2020 eða 48. Áhrif tilkomu Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, á umræðuna er merkjanleg frá stofnun í byrjun janúar 2017. Í ljósi ofangreindra umfjallana vekur það furðu að Læknafélag Íslands haldi fram í nýlegri umsögn um þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar um afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar að umræðan um dánaraðstoð hafi verið „einhliða og bjagaða“. Stjórn Læknafélagsins leggst gegn því að skoðanakönnun verði framkvæmd og ekki „fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari“. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, var stofnuð árið 2017. Frá stofnun höfum við staðið fyrir ráðstefnum, umræðu- og fræðslukvöldum, sýnt kvikmyndir, boðið presta, heimspekinga, fjölmiðlamenn og heilbrigðisstarfsmenn á okkar fundi. Fólk með mismunandi bakgrunn hefur sótt okkar viðburði. Læknar, sem kalla einna mest eftir því að dánaraðstoð sé rædd opinberlega, hafa iðulega látið sig vanta, sem er miður því okkar fundir og viðburðir hafa þann tilgang að stuðla að opinni, uppbyggilegri, málefnalegri og viðtækri umræðu um dánaraðstoð. Við viljum upplýsa, fræða, opna umræðuna og deila sögum og upplifunum. Mikilvægt málefni eins og dánaraðstoð kallar á hreinskilnar og heiðarlegar umræður hinna ýmsu hópa sem eru fylgjandi, andvígir eða í skoðanamyndun. Við þurfum að tala um dauðann, tala um sjúkdóma, tala um reisn, tala um frelsi, tala um trúarbrögð, tala um sjálfsákvörðunarréttinn, tala um heimspeki, tala um mannréttindi og deila reynslu okkar. Til að ræða þarf samtal. Læknar hafa hingað til ekki viljað tala við okkur en talað þó gegn okkur, stundum jafnvel með ósannindum og hroka. Við fögnum því að Læknafélagið skuli vilja víðtæka og almenna umræðu um dánaraðstoð og hlökkum til að hitta fulltrúa þess á næsta fundi Lífsvirðingar. Greinarhöfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun