Mjótt á munum í Perú Árni Sæberg skrifar 7. júní 2021 13:42 Keiko Fujimori, forsetaframbjóðandi í Perú. Getty/Manuel Medir Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin. Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum. Perú Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kosningarnar sem fóru fram í Perú í gær eru einar þær mikilvægustu í sögu landsins. Stjórnmálakrísa hefur ríkt í landinu undanfarið, til dæmis gegndu þrír embætti forseta á einni viku í nóvember síðastliðnum. Val kjósenda í Perú stendur á milli tveggja gjörólíkra stjórnmálastefna. Keiko Fujimori er leiðtogi Fuerza Popular, helsta íhaldssflokks Perú. Þá er hún einnig dóttir Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta landsins. Alberto var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir brot í starfi. Sósíalískur bændasonur Andstæðingur Fujimori, Pedro Castillo, er aftur á móti vinstrisinnaður grunnskólakennari og formaður sósíalistaflokksins Frjálst Perú. Hann hefur lofað að umturna stjórnarskrá landsins, breyta auðlindakerfinu, stofna ráðuneyti vísinda, og mörgu fleiru. „Hvernig má vera að, í svona efnuðu landi, sé svo mikil eymd, svo mikill ójöfnuður, og að einungis þeir stóru hagnist, jafn vel þó þeir vinni ekki,“ segir Castillo í samtali við CNN. Munur milli borga og sveita Keiko Fujimori nýtur mikils stuðnings í borgum Perú en sveitirnar styðja Castillo. Þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin er Fujimori með 0,7 prósenta forskot á Castillo. Forskot hennar minnkar eftir því sem fleiri atkvæði úr sveitum landsins eru talin. Þegar fyrstu tölur voru tilkynntar var forskot hennar 5,8 prósent þegar 42 prósent atkvæða höfðu verið talin. Stuðningsmenn beggja fagna sigri Við birtingu fyrstu talna brutust út mikil fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Fujimori fyrir utan höfuðstöðvar Fuerza Popular í höfuðborginni Lima. „Það sem við þurfum að stefna að er sameining allra Perúbúa. Þess vegna bið ég báða hópa um rólegheit, þolinmæði og frið, bæði þá sem kusu okkur og þá sem kusu okkur ekki,“ er haft eftir Keiko Fujimori. Útgönguspár spáðu Castillo hins vegar sigri og brugðust stuðningsmenn hans við með því að halda út á götur Tacabamba og kalla „Við unnum!“ Við það tilefni óskaði Castillo eftir þolinmæði Perúbúa. „Við treystum á vilja fólksins og vonum að í dag, á þessari lýðræðishátíð, verðum við róleg og þolinmóð. Lengi lifi Perú,“ sagði Castillo við stuðningsmenn sína. Pedro Castillo ávarpar stuðningsmenn sína þegar niðurstöður útgönguspár lágu fyrir.Stringer/EPA Sigurvegarans bíður ærið verkefni Ljóst er að nokkrir dagar gætu liðið þar til endanlegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir. Sigurvegari þeirra mun væntanlega eiga fullt í fangi með nýja starfið enda hefur Perú farið verr út úr faraldri COVID-19 en flest önnur lönd. Hvergi í heiminum hafa fleiri látist af völdum COVID-19 en í Perú, sé miðað við höfðatölu. Um 180.000 hafa látist í landinu en íbúar þess eru einungis um 33 milljónir. Auk gríðarlegs mannfalls hefur faraldurinn leikið efnahag landsins grátt. Tæplega þriðjungur íbúa landsins telst nú vera undir fátæktarmörkum.
Perú Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira