Í tilkynningu segir að Elísabet sé 31 árs og viðskiptafræðingur frá Bifröst.
„Hún lauk meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind árið 2014 frá Háskólanum í Reykjavík.
Elísabet hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Samherja. Áður sinnti hún mismunandi sérfræðistörfum fyrir Samherja í Evrópu, meðal annars á sviði greininga og viðskiptagreindar.
Elísabet bjó um tíma í Filippseyjum þar sem hún gegndi stöðu fjármálastjóra félaga Jarðborana í Asíu sem voru staðsett í Filippseyjum, Malasíu og Indónesíu.
Elísabet kemur til með að byggja upp og leiða fjármálasvið Orkusölunnar en fyrirtækið hefur stækkað hratt á seinustu árum,“ segir í tilkynningunni