Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að Koeman verði áfram sem þjálfari liðsins og Guardiola segir að hann eigi það skilið.
„Þetta hefur verið erfitt fyrir ölöl ilð. Koeman á skilið eitt ár til viðbótar með stuðningsmenn á leikjunum,“ sagði Pep samkvæmt Sport.
„Barcelona spilaði vel í La Liga, unnu bikarinn og spiluðu einn besta fótboltann á Spáni í leikkerfinu 3-4-3 og stundum með fimm í vörninni.“
„Ég talaði við Laporta og hann var mjög viss um að ákvörðunin væri staðfest varðandi Koeman,“ sagði Guardiola.
Koeman hefur þjálfað Barcelona í eitt ár en þar áður var hann þjálfari hollenska landsliðsins.
Pep Guardiola doubles down on Eric Garcia stance in message to Ronald Koemanhttps://t.co/BABRveFgnt pic.twitter.com/G6rs6VoxHp
— Mirror Football (@MirrorFootball) June 7, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.