Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 18:36 Á sjötta þúsund fóru með Icelandair frá Íslandi í síðasta mánuði. Á sama tímabili í fyrra voru brottfararfarþegar 1.600. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira