Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:37 Guðlaugur Þór Þórðarson lagði áherslu á verðmætasköpun í ræðu sinni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. „Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Nú er mikilvægara en nokkru sinni að efla verðmætasköpun í landinu, að ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði í för með sér.“ Þá segir Guðlaugur að við munum ekki skattleggja okkur út úr þrengingunum og að lífskjörin verði ekki tekin að láni. Það þurfi að veita fólki og fyrirtækjum svigrúm til að skapa verðmæti. „Við þurfum því að létta byrðum, einkum af smærri fyrirtækjum, í stað þess að auka þær.“ Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að auka sókn okkar á erlendum mörkuðum og að lífskjör okkar standi og falli með því hvernig sú sókn takist til. Hann segir einnig mikilvægt að okkar markaðir standi öðrum opnir. Sem utanríkisráðherra hafi hann lagt áherslu á að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnisstöðu á við keppinauta þeirra í öðrum löndum. Nýjasta dæmi um það sé fríverslunarsamningur við Bretland sem gerður var í samfloti við Noreg og Liechtenstein. Ef unga fólkið leitar annað, er illa fyrir okkur komið „Við viljum að unga fólkið sjái Ísland áfram sem land tækifæranna. Ef unga fólkið okkar leitar annað, ef það telur hag sínum betur borgið annars staðar, þá er illa fyrir okkur komið.“ Guðlaugur segir jafnframt að við þurfum að búa okkur undir það að eftir skamman tíma verði fimmti hver Íslendingur á lífeyrisaldri. Hann leggur til að litið sé til Norðurlandanna í þeim efnum. Frelsi og ábyrgð tvær hliðar á sama peningi Hann segir heimsfaraldurinn ekki vera búinn fyrr en hann hættir að vera ógn við heilsu samfélagsins og innviði heilbrigðiskerfisins. „Þá setjum við óttann í aftursætið og látum vonina, bjartsýnina og framkvæmdagleðina taka við stýrinu á ný.“ Hann ítrekar í þessu samhengi að frelsi og ábyrgð séu ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Þá lauk hann máli sínu með því að minna á þá bjartsýni og þrautseigju sem einkennir íslensku þjóðina. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum - En það er bjart fram undan ef rétt er á málum haldið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira