Upptaka af símtali Giuliani og ráðgjafa Úkraínuforseta komin í leitirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 08:00 Giuliani er nú til rannsóknar vestanhafs vegna samskipta sinna við úkraínska ráðamenn. AP/Jacquelyn Martin CNN hefur upptökur undir höndum þar sem Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump Bandaríkjarforseta, þrýstir á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka tilhæfulausar ásakanir á hendur Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Umrætt símtal átti sér stað í júlí 2019 og á línunni voru Giuliani, bandaríski sendifulltrúinn Kurt Volker og Andriy Yermak, háttsettur ráðgjafi Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Það átti sér stað skömmu áður en Trump ræddi sjálfur við Zelensky. Í samtalinu, sem varði í um 40 mínútur, hvatti Giuliani Yermak ítrekað til að fá úkraínska forsetann til að tilkynna opinberlega um rannsókn á mögulegum spillingarbrotum Biden í Úkraínu og á ásökunum um afskipti Úkraínu af forsetakosningunum 2016. „Allt sem okkur vantar frá forsetanum er að hann segi: Ég ætla að skipa heiðarlegan saksóknara til að rannsaka og grafa upp sönnunargögn sem eru þegar til og ef það eru einhver önnur sönnunargögn um afskipti af kosningunum 2016... og láta þetta Biden-dæmi spilast,“ segir Giuliani. Upptakan þykir grafa undan ítrekuðum staðhæfingum Trump um að það hafi aldrei verið um að ræða neitt „greiði gegn greiða“ samkomulag við Úkraínumenn um stuðning af hálfu Bandaríkjastjórnar ef þeir færu á eftir Biden. Samskipti Trump og skósveina hans við stjórnvöld í Úkraínu voru ein ástæða þess að forsetinn var ákærður fyrir embættisglöp í fyrra skiptið. Rannsókn stendur yfir á samskiptum Giuliani við Úkraínumenn. Í símtalinu segir borgarstjórinn fyrrverandi að samskipti ríkjanna tveggja myndu batna ef Zelensky hæfi rannsókn á Biden. Þá gerðu Giuliani og Volker úr því skóna að opinber tilkynning myndi opna dyrnar að heimsókn forsetans til Bandaríkjanna. „Það myndi létta andrúmsloftið umtalsvert,“ segir Giuliani meðal annars. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira