Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að Kristín hafi undarfarin ár starfað sem alþjóðlegur ráðgjafi í tekjustýringu, gagnagreiningu og stefnumarkandi ákvarðanatöku.

„Hún hefur jafnframt kennt MBA og stjórnendanámskeið í London Business School. Kristín hefur setið í stjórnum Kviku banka, Eikar, Controlant, Distica og Völku og var áður varaformaður TM og stjórnarformaður Haga. Kristín er með mastersgráðu í fjármálaverkfærði og doktorsgráðu í rekstrarverkfræði frá Stanford háskóla,“ segir í tilkynningunni.
Vísir er í eigu Sýnar.