Í tilkynningu kemur fram að frá árinu 2011 hafi Guðný Björg verið framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Alcoa Fjarðaáli, en hún hafi einnig gegnt ýmsum störfum hjá álverinu eystra frá stofnun þess.
„Guðný Björg hefur lokið Diploma námi í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og er með BA í stjórnmálafræði.
Guðný Björg tekur við starfinu af Sigrúnu Helgadóttur sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra Norðuráls Grundartanga.“