Reyndi að nema barn á brott: Stúlkan stóð sig eins og „ofurhetja“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2021 11:15 Atvikið átti sér stað á leiksvæði við Funafold. Mynd/Google Maður gerði tilraun til að nema sjö ára stúlku á brott í gærkvöldi, á leikvelli í Funafold. Faðir stúlkunnar telur líklegt að verknaðurinn hafi verið skipulagður fyrirfram en stúlkan brást hárrétt við og tókst að hrekja manninn á brott. Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Stúlkan var á leikvellinum með systkinum sínum þegar atvikið átti sér stað. Þegar þau brugðu sér frá til að fara á salernið kom maðurinn gangandi og bauð stúlkunni að koma að sjá hundana sína. „Hún sagði nei og þá brást hann þannig við að hann grípur utan um hana, lyftir henni upp og heldur henni að sér. Þá brestur hún í reiðigrát og gefur honum hnéspark í punginn,“ segir faðir stúlkunnar, Ragnar Örn Ottósson. Manninum virðist bregða við öskur og mótþróa stúlkunnar og lét sig hverfa. „Hann tekur á sprettinn í burtu. Það kom maður að sem sá hann ekki en sá í afturendann á honum og þá var hann á fleygiferð,“ segir Ragnar. Hann segir leit að manninum hafa farið strax af stað og lögreglu borið að garði um fimm mínútum eftir að atvikið. Ekkert hafi hins vegar sést til mannsins, sem Ragnar segir vekja grunsemdir um að tilraunin hafi verið skipulögð fyrirfram. Stúlkan gat gefið góða lýsingu af manninum; hann var dökkhærður með brún augu, um það bil 170 til 180 cm, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Þá er hann með bólur og freknur. Hefur þegar heyrt af öðru áþekku atviki Ragnar segist ekki síst vilja koma málinu á framfæri til að freista þess að fá fólk til að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Maður veltir því fyrir sér af hverju það er ekki hægt að setja upp einhverjar digital myndavélar á svona leiksvæðum,“ segir hann og bendir á að myndavélar hafi verið settar upp við grunnskóla. Ragnar er þakklátur lögreglu fyrir að bregðast skjótt við og taka málið alvarlega. Hún kannaðist ekki við önnur mál af þessu tagi en Ragnar hefur þegar fengið símtal frá konu sem sagði dóttur sína hafa lent í svipuðu. „Það var maður sem nálgaðist stúlku með hund og gaf henni ís. Svo bauð hann henni að koma seinna og sagðist þá ætla að gefa henni pening,“ segir hann um lýsingu konunnar. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Þau vilji ræða málin og benda henni á að hún hafi staðið sig eins og ofurhetja, frekar en að fela umræðuna fyrir henni. Það séu frekar foreldrarnir sem nú séu uggandi gagnvart því að leyfa börnunum sínum að leika sér úti án eftirlits. „Þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið slæmt þegar maður getur ekki sent barnið sitt út á róló á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð með klippu með viðtali við Ragnar í Reykjavík síðdegis.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira