Stjórn Biden heldur áfram að verja Trump í meiðyrðamáli Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 16:58 E. Jean Carroll stefndi Trump fyrir meiðyrði eftir að hann kallaði hana „lygara“ og „dræsu“ þegar hann hafnaði því að hafa nauðgað henni á 10. áratugnum. AP/Seth Wenig Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna heldur því enn fram að þegar Donald Trump kallaði konu sem sakaði hann um nauðgun „dræsu“ og „lygari“ hafi það verið hluti af störfum hans sem forseti. Afstaða ráðuneytisins er óbreytt þrátt fyrir stjórnarskiptin í janúar. E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, steig fram á sínum tíma og hélt því fram að Trump hefði nauðgað sér í stórverslun á Manhattan í New York á 10. áratugnum. Trump brást við með því að kalla Carroll „lygara“, „dræsu“ og „ekki mína týpu“. Carroll stefndi honum þá fyrir meiðyrði. Í tíð Williams Barr, dómsmálaráðherra Trump, gengu lögfræðingar ráðuneytisins inn í málið og kröfðust þess að stefnu Carroll yrði beint að bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Trump hefði nefnilega kallað Carroll nöfnunum umdeildu sem hluti af opinberum störfum sínum sem forseti Bandaríkjanna. Joe Biden, núverandi forseti, gagnrýndi inngrip ráðuneytisins í kosningabaráttunni í fyrra og sagði það óviðeigandi að það skipti sér af einkamáli sem varðaði persónulega hegðun Trump. Hann lofaði þó einnig að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins sem forseti. Donald Trump hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn fjölda kvenna í gegnum tíðina.AP/Alex Brandon Fyrirlitleg hegðun geti verið hluti af starfinu AP-fréttastofan segir að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins hafi haldið sig við fyrri afstöðu um að Trump ætti ekki að sæta persónulegri ábyrgð á ummælum sínum þegar meiðyrðamálið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli í gær. Héldu lögfræðingarnir því fram að það rúmaðist innan verklýsingar forsetans að bregðast við ásökunum um persónulega hegðun þeirra sem geti skapað efa um hæfni þeirra til að gegna embætti. „Jafnvel fyrirlitleg hegðun getur fallið innan sviðs starfsins,“ sögðu lögfræðingarnar í greinargerð sinni þar sem þeir viðurkenndu að Trump hefði notað „groddaraleg og dónaleg“ orð um Carroll. Dómari á neðra dómstigi hafði áður úrskurðað að Trump gæti ekki skýlt sér bak við að hafa verið forseti þegar hann lét ummælin umdeildu falla. Lögmaður Carroll fordæmdi ákvörðun ráðuneytisins um að sitja fast við sinn keip og leyfa Trump að komast upp með að ljúga um hana. „Á sama tíma og konur um allt landið stíga fram og draga menn til ábyrgðar fyrir árásir er dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að ég hafi sama rétt. Ég er reið! Ég er móðguð!“ sagði Carroll sjálf í yfirlýsingu. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur ætíð hafnað sök, oft með gífuryrðum um ásakendur sína. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45 Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, steig fram á sínum tíma og hélt því fram að Trump hefði nauðgað sér í stórverslun á Manhattan í New York á 10. áratugnum. Trump brást við með því að kalla Carroll „lygara“, „dræsu“ og „ekki mína týpu“. Carroll stefndi honum þá fyrir meiðyrði. Í tíð Williams Barr, dómsmálaráðherra Trump, gengu lögfræðingar ráðuneytisins inn í málið og kröfðust þess að stefnu Carroll yrði beint að bandaríska ríkinu en ekki Trump persónulega. Trump hefði nefnilega kallað Carroll nöfnunum umdeildu sem hluti af opinberum störfum sínum sem forseti Bandaríkjanna. Joe Biden, núverandi forseti, gagnrýndi inngrip ráðuneytisins í kosningabaráttunni í fyrra og sagði það óviðeigandi að það skipti sér af einkamáli sem varðaði persónulega hegðun Trump. Hann lofaði þó einnig að reyna ekki að hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins sem forseti. Donald Trump hefur verið sakaður um að brjóta kynferðislega gegn fjölda kvenna í gegnum tíðina.AP/Alex Brandon Fyrirlitleg hegðun geti verið hluti af starfinu AP-fréttastofan segir að lögfræðingar dómsmálaráðuneytisins hafi haldið sig við fyrri afstöðu um að Trump ætti ekki að sæta persónulegri ábyrgð á ummælum sínum þegar meiðyrðamálið var tekið fyrir hjá áfrýjunardómstóli í gær. Héldu lögfræðingarnir því fram að það rúmaðist innan verklýsingar forsetans að bregðast við ásökunum um persónulega hegðun þeirra sem geti skapað efa um hæfni þeirra til að gegna embætti. „Jafnvel fyrirlitleg hegðun getur fallið innan sviðs starfsins,“ sögðu lögfræðingarnar í greinargerð sinni þar sem þeir viðurkenndu að Trump hefði notað „groddaraleg og dónaleg“ orð um Carroll. Dómari á neðra dómstigi hafði áður úrskurðað að Trump gæti ekki skýlt sér bak við að hafa verið forseti þegar hann lét ummælin umdeildu falla. Lögmaður Carroll fordæmdi ákvörðun ráðuneytisins um að sitja fast við sinn keip og leyfa Trump að komast upp með að ljúga um hana. „Á sama tíma og konur um allt landið stíga fram og draga menn til ábyrgðar fyrir árásir er dómsmálaráðuneytið að reyna að koma í veg fyrir að ég hafi sama rétt. Ég er reið! Ég er móðguð!“ sagði Carroll sjálf í yfirlýsingu. Fjöldi kvenna hefur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í gegnum tíðina. Hann hefur ætíð hafnað sök, oft með gífuryrðum um ásakendur sína.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50 Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45 Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. 30. janúar 2020 22:50
Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. 4. nóvember 2019 21:45
Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn. 27. júní 2019 12:06
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21