Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 14:00 Erpur Eyvindarson var gestur í nýjasta þættinum af Á rúntinum. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler. Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Sjá meira
Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.
Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Fleiri fréttir Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Sjá meira