Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júní 2021 18:50 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. vísir Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðustu viku eftir ábendingar um að hann hefði sett sig í samband við stúlkurnar fimm og viðhaft við þær kynferðislegt tal. Þá á hann ítrekað að hafa reynt að mæla sér mót við stúlkurnar. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Heldur brotunum áfram Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál af þessum toga sé á borði lögreglu. Hann geti þó ekki veitt frekari upplýsingar. Ævar Pálmi Pálmasson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Heimildir fréttastofu herma að sími og tölva mannsins hafi verið gerð upptæk af lögreglu í síðustu viku en að það hafi þó ekki komið í veg fyrir að hann héldi brotum sínum áfram. Fjölmargar tilkynningar frá foreldrum hafi borist lögreglu vegna mannsins á síðustu dögum. „64 ára, myndarlegur og góður maður“ Meðal annars tilkynning frá móður sem tók málin í sínar hendur. Hún hóf samtal við manninnn á samskiptamiðlinum Snapchat á föstudag í síðustu viku. Móðirin þóttist vera 16 ára stúlka. Maðurinn greindi þá frá því að hann væri 64 ára, myndarlegur og góður maður. Þá viðhafði hann kynferðislegt tal og reyndi að mæla sér mót við þann sem hann hélt að væri 16 ára stúlka. Maðurinn segist vera 64 ára, „myndarlegur og góður“.vísir Aðspurður segir Ævar að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. Lögregla fylgist þó vel með og það sé mikilvægt að fólk tilkynni brot sem þessi tafarlaust til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira