Innlent

Marg­falt meiri lottósala eftir stóra vinninginn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vinningslíkurnar í lottó eru kannski ekki miklar. En oftast eru þær meiri ef fólk tekur þátt.
Vinningslíkurnar í lottó eru kannski ekki miklar. En oftast eru þær meiri ef fólk tekur þátt. Vísir/Vilhelm

Áskriftarsala á miðum í Vikinglottó er fjórfalt meiri í dag en hún var fyrir réttri viku síðan. Þetta staðfestir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi.

Ætla má að ástæðan sé sú að í gær bárust fréttir af stærsta lottóvinningi sem unnist hefur hér á landi, þegar spilari í Víkinglottó vann yfir 1.270 milljónir króna. Sem sagt, tæplega 1,3 milljarða. Spilarinn heppni fjölskyldufaðir á fertugsaldri, búsettur á höfuðborgarsvæðinu.

Um var að ræða annan vinning sem var um 1,2 milljörðum hærri en hann hefði annars verið ef ekki hefði verið fyrir kerfisbreytingar þar sem þak var sett á þá upphæð sem gengið getur út sem fyrsti vinningur. Umframfjárhæðin, um 1,2 milljarðar, færðist því niður á annan vinning, sem annars hefði numið um 70 milljónum króna.

Af aukinni áskriftarsölu að dæma er ljóst að fréttirnar af vinningnum stóra, og kerfisbreytingunum sem búa að baki, má ætla að fjöldi fólks eygi vinningsvon þegar næst verður dregið.


Tengdar fréttir

Ís­lendingur vann tæplega 1,3 milljarða

Íslenskur þátttakandi í Vikinglottó vann í kvöld langhæsta vinning sem komið hefur til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×