„Við erum komin með gott hjarðónæmi“ Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 08:41 Þórólfur Guðnason skilaði tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir/Vilhelm „Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Þórólfur segir að hann myndi gjarnan vilja sjá 60 til 70 prósent þátttöku í bólusetningum í yngsta hópnum, en að það muni nást á næstu tveimur vikum eða svo. Hann segir stöðuna í samfélaginu núna vera mjög góða, þar sem lítið sem ekkert sé að greinast. „Ef við skoðum síðustu vikuna þá hafa verið níu sem hafa greinst hér innanlands og allir í sóttkví. Tiltölulega fáir á landamærunum svo þetta er í góðum málum.“ Hann segir að sömuleiðis gangi vel með bólusetningarnar. „Við sjáum að þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, þar eru langt yfir níutíu prósent, 95 prósent, sem eru búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, og mjög margir fullbólusettir. Svo er hlutfallið heldur lægra hjá þeim yngri, eðlilega, enda höfum við lagt áherslu á hinn hópinn. En undri fjörutíu ára, þá eru um fjörutíu prósent sem hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Það er verið að auka í það, þannig að þetta lítur mjög vel út finnst mér.“ Skilaði tveimur minnisblöðum í gær Þórólfur segir að hann hafi skilað tveimur minnisblöðum til heilbrigðisráðherra í gær – eitt varðandi takmarkanir innanlands og annað fyrir landamærin. Hann vildi þó ekki segja sérstaklega frá því hvað komi þar fram, en þau verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar á eftir. „Ég hef reynt að leggja áherslu á það að við förum okkur hægt en örugglega í þessum afléttingum öllum. Hættan sem ég sé núna er að við gætum fengið bakslag í þennan yngri aldurshóp. Bæði höfum við fengið að sjá þetta indverska afbrigði, eða Delta-afbrigði eins og það heitir núna. Það er aukning í útbreiðslu í Bretlandi til dæmis á smitum af völdum þessa afbrigðis og hjá yngra fólki. Við viljum bara ekki sjá það gerast hér þegar við erum að komast yfir marklínuna. Við viljum ekki reka tærnar í og detta.“ Hann segist vera mjög glaður með að svo virðist sem að ekki hafi komið upp smit í tengslum við allar útskriftarveislurnar sem hafa verið síðustu vikurnar. Þá segist hann ekki skilja umræðuna um sérstaklega miklar aukaverkanir af bóluefni Janssen. Janssen sé gott bóluefni, líkt og hin sem í notkun er. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Bólusetningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira