Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 12:03 Flóttafólk í Tigray bíður eftir að fá mataraðstoð í Mekele. AP/Ben Curtis Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug. Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira