Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 14:59 Reynir Traustason kærði Arnþrúði fyrir meiðyrði. Hún var sek fundin í héraði en Landsréttur snéri þeirri niðurstöðu og nú fagnar Arnþrúður. Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. Reynir fagnaði sigri eftir að niðurstaða féll í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann kærði Arnþrúði fyrir eftirfarandi ummæli: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Ummælin voru dæmd dauð og ómerk og Arnþrúði gert að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. En Landsréttur vildi meta málin á aðra lund. Litið til samhengis sem var umræða um athugasemdakerfi Í niðurstöðu dóms Landsréttar var vísað til 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár þar sem segir að tjáningarfrelsið sé takmarkað vegna réttinda eða mannorðs annarra. Það er þó ávallt skilyrði að þær skorður séu nauðsynlegar og samræmist lýðræðishefðum. Ummælin eru sögð hafa fallið í tengslum við umræður þáttastjórnendanna um orðræðu fólks á netmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. „Netmiðlarnir sem slíkir, DV, Vísir og Stundin hafa átt það sammerkt að þeir eru eins og sko, þeir bara taka fyrir fólk það sem þeim dettur í hug og síðan treysta þeir því að athugasemdakerfið sjái um að afgreiða líf fólks eftir það. Athugasemdakerfið sér um það. Það er ormagryfja.“ Framangreint málefni á erindi til almennings og er hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Verður mönnum því játað rúmu frelsi til tjáningar af þeim sökum.“ Reynir frægur og verður að þola þetta Litið er til þessa samhengis og að almennt njóti menn rýmra tjáningarfrelsis þegar gildisdómar eru felldir en þegar staðhæfingar eru hafðar uppi um staðreyndir. Og það hafi þýðingu að hverjum ummælin beinast og hvaða stöðu viðkomandi hefur sem ber þau fram. Reynir sé þjóðþekktur maður sem starfað hefur sem blaðamaður og ritstjóri í tæp 30 ár. „Hann hefur verið áberandi í störfum sínum og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir,“ segir meðal annars í dómsorði. Reynir segir í stuttu samtali við fréttastofu að hann muni áfrýja málinu umsvifalaust til Hæstaréttar. Dómsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Reynir fagnaði sigri eftir að niðurstaða féll í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann kærði Arnþrúði fyrir eftirfarandi ummæli: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Ummælin voru dæmd dauð og ómerk og Arnþrúði gert að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. En Landsréttur vildi meta málin á aðra lund. Litið til samhengis sem var umræða um athugasemdakerfi Í niðurstöðu dóms Landsréttar var vísað til 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár þar sem segir að tjáningarfrelsið sé takmarkað vegna réttinda eða mannorðs annarra. Það er þó ávallt skilyrði að þær skorður séu nauðsynlegar og samræmist lýðræðishefðum. Ummælin eru sögð hafa fallið í tengslum við umræður þáttastjórnendanna um orðræðu fólks á netmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðla. „Netmiðlarnir sem slíkir, DV, Vísir og Stundin hafa átt það sammerkt að þeir eru eins og sko, þeir bara taka fyrir fólk það sem þeim dettur í hug og síðan treysta þeir því að athugasemdakerfið sjái um að afgreiða líf fólks eftir það. Athugasemdakerfið sér um það. Það er ormagryfja.“ Framangreint málefni á erindi til almennings og er hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Verður mönnum því játað rúmu frelsi til tjáningar af þeim sökum.“ Reynir frægur og verður að þola þetta Litið er til þessa samhengis og að almennt njóti menn rýmra tjáningarfrelsis þegar gildisdómar eru felldir en þegar staðhæfingar eru hafðar uppi um staðreyndir. Og það hafi þýðingu að hverjum ummælin beinast og hvaða stöðu viðkomandi hefur sem ber þau fram. Reynir sé þjóðþekktur maður sem starfað hefur sem blaðamaður og ritstjóri í tæp 30 ár. „Hann hefur verið áberandi í störfum sínum og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir,“ segir meðal annars í dómsorði. Reynir segir í stuttu samtali við fréttastofu að hann muni áfrýja málinu umsvifalaust til Hæstaréttar.
Dómsmál Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Arnþrúður segir sig og Útvarp Sögu á dauðalista Djúpríkisins Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri segir meiðyrðadóminn að engu hafandi. 12. febrúar 2020 10:33
Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58