Þeir sem ekki treysta sér inn eru bólusettir í bílum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 13:52 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir von á um tuttugu þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Búist er við að allir sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu með AstraZeneca hér á landi fái hana í lok júní en þá er von á um tuttugu þúsundum skömmtum af bóluefninu. Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Um tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá seinni skammtinn af bóluefni AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bóluefni á leiðinni sem dugi fyrir þennan hóp. „Þetta lítur vel út en við eigum von á stórri sendingu í lok júní en það ætti svona nokkuð held ég að duga fyrir þá sem eiga eftir að fá seinni skammtinn.“ Þá verði líklega öllum sem eftir eru boðið í seinni bólusetningu með AstraZeneca. „Þarna í lok mánaðarins þá verður kominn sá tími að það verður í lagi. Þá eru flestir komnir á átta vikurnar allavega“. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær. Í næstu viku verður bólusetningum haldið áfram mánudag, þriðjudag og miðvikudag með bóluefnum Janssen, Pfizer og Moderna. Í síðustu viku mynduðust miklar raðir þegar verið var að bólusetja. „Við ætlum að reyna að stilla þetta betur. Við biðlum til fólks að fara bara mjög vel eftir tímasetningunni sinni hvenær það sem sagt á að mæta. Þá ætti þetta að ganga bara mjög vel og síðan ætlum við þá að sjá bara í lok dags hvað við eigum mikið eftir af skömmtum og þá frekar að opna þá í lok dags ef það verða einhverjir afgangar hjá okkur.“ Hún biður þá sem hafa ekki mætt á boðuðum tíma að mæta eftir tvö ef þeir ákveða að mæta annan dag. Fólk tekið afsíðis eða bólusett í bílum sínum Nokkuð var um það í síðustu viku að að liði yfir fólk sem var í bólusetningu. „Það er að líða yfir töluvert mikið af fólki. Sérstaklega af yngri kynslóðinni en ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er bara eitthvað sem er viðbúið og við reynum að bregðast vel við því. Það er fullt af sjúkraflutningamönnum með okkur sem að standa á eftir röðinni sem bólusetur. Þeir standa og fylgjast með fólki og grípa inn í þegar einhverjum fer að líða illa.“ Hún segir reynt að koma til móts við alla sem kvíða bólusetningunni „Við erum með nokkrar lausnir. Við getum tekið fólk afsíðis og boðið í bólusetningu og síðan erum við með aðstöðu þarna niðri þar sem er ekki svona mikið fólk og svo höfum við líka boðið upp á bólusetningar út í bíl ef að fólk treystir sér alls ekki einu sinni til að koma inn.“ Þá er um dæmi um það að foreldrar hafi fengið leyfi til að fylgja ungmennum í bólusetningu. „Það ætti að vera alveg í lagi og þá höfum við bara farið fram á það að viðkomandi standi hjá barni eða aðstandenda ef það koma aðstandendur með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Vill helst að fólk fái sama bóluefnið í seinni sprautunni Um 20 þúsund eiga eftir að fá seinni skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu á höfuðborgarsvæðinu. 11. júní 2021 18:10