Siðmenntað fólk pissar ekki úti Þórarinn Hjartarson skrifar 14. júní 2021 09:00 Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar KSÍ Þórarinn Hjartarson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. Til þeirra getum við leitað þegar fólk misstígur eða mismælir sig. Þetta fólk hefur aldrei misstígið sig og er því betur í stakk búið til þess að útskýra fyrir okkur hin hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þau útskýra fyrir okkur hvenær megi mynda kynfæri fólks, án þeirra vitundar, og hvenær ekki. Þau geyma sannleika þess hvernig samskipti kynjanna skuli vera og því er mikilvægt að vera vel á varðbergi ef fólki verður á. Við erum með hið fullkomna tæki í vasanum til þess að sinna þessari samfélagsskyldu. Það er mikilvægt að ná upptökum af fólki sem telur sig vera að eiga einkasamræður þar sem siðgæðisvörðunum hugnast ekki umræðuefnið. Það er mikilvægt að við náum gerendum á myndband þegar það verður uppvíst af því að kasta af sér þvagi utandyra eða við annað ófyrirgefanlegt athæfi. Enginn á að vera óhultur á þessum byltingarkenndu tímum. Viljum við búa í samfélagi þar sem fólk sem misstígur sig fær að halda í vinnu? Hvernig losnum við við þetta mein ef við erum ekki tilbúin til þess að takast á við það af hörku? Við höfum ekki tíma í rökræður. Siðgæðisverðirnir hafa komist að niðurstöðu og hverskyns samtal því ólíklegt til árangurs. Dómstólar eru óþarfir þegar við höfum í okkar röðum fólk sem er laust við allan breyskleika. Gerendur geta ekki falið sig lengur bakvið klisjukenndar afsakanir á borð við að „öllum verði á“ og „að gera mannleg mistök.“ Okkar samfélag er ekki fullkomið en saman getum við skapað það. Stöndum saman. Verum gott fólk. Siðmenntað samfélag skaffar slæmu fólki ekki vinnu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein pæling.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar